09. október, 2008
KEA og Sparisjóður Höfðhverfinga gerðu með sér samkomulag fyrr á árinu að KEA myndi kaupa stofnbréf í sparisjóðnum.Málið hefur verið í stöðugri vinnslu síðan þá í samstarfi við Fjármálaeftirlit. Málið var á lokastigum þegar bankakreppan skall á fyrir nokkrum dögum. Ljóst er að með nýju lögunum um ráðstafanir vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði og ástandi fjármálamarkaða almennt, blasir við aðilum allt annað umhverfi en lagt var upp með. Þrátt fyrir óvissu um framþróun mála á fjármálamarkaði, eru aðilar sammála um að í framhaldinu verði kannaðir möguleika á aðkomu KEA að rekstri Sparisjóðs Höfðhverfinga, í nánu samstarfi við Fjármálaeftirlitið.