Guðrún Gunnarsdóttir, söngkona, verður með tónleika í Ketilhúsinu á Akureyri að kvöldi 20. og 21. júní. Guðrún mun flytja lög sem Ellý Vilhjálms söng á sínum tíma og hafa lifað með þjóðinni. Dagskráin hefur nokkrum sinnum verið flutt í Salnum í Kópavogi
Í dag, fimmtudaginn 19. júní, hefst Listasumar 2003 á Akureyri, en eins og komið hefur fram er KEA svf. einn af stærri bakhjörlum þessarar árlegu menningarhátíðar á Akureyri. KEA styrkir Listasumar 2003 um 750 þúsund krónur í ár, eins og áður hefur verið greint frá hér á heimasíðunni.
Listasumar Í dag, fimmtudaginn 19. júní, hefst Listasumar 2003 á Akureyri, en eins og komið hefur fram er KEA svf. einn af stærri bakhjörlum þessarar árlegu menningarhátíðar á Akureyri. KEA styrkir Listasumar 2003 um 750 þúsund krónur í ár, eins og áður hefur verið greint frá hér á heimasíðunni.
Listasumar 2003 verður sett í dag, 19. júní, í Ketilhúsinu kl. 17. Flutt verða ávörp, Jóhann Árelíuz, bæjarlistamaður á Akureyri, les uppúr Akureyrarbókinni sem hann vinnur að, Hjálmar Sigurbjörnsson leikur einleik á trompet, Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór syngur við undirleik Sólveigar Önnu Jónsdóttur, Jón Laxdal Halldórsson opnar sýningu sína "Tilraun um prentað mál" og Sif Ragnhildardóttir og Michael Jón Clark syngja við undirleik Daníels Þorsteinssonar. Kynnir verður Þorsteinn Gylfason, prófessor.
Á morgun föstudag, 20. júní, hefst Jónsmessuleikur 2003 - 4ra daga Brúðuleikhúshátíð, þar sem verða námskeið í leikbrúðugerð fyrir yngri og eldri börn í Punktinum og Deiglunni á föstudag og laugardag. Fimm brúðuleiksýningar verða í boði þessa daga: Skuggar og skrímsli, Þyrnirós, Oruk og selkonan, Fjöðrin sem varð að fimm hænum og Ævintýrið um Stein Bollason. Listamennirnir koma frá Svíþjóð, Danmörku og Leikbrúðulandi í Reykjavík. Sýningarnar verða í Deiglunni og Ketilhúsinu. Jónsmessuleik lýkur svo í Kjarnaskógi á Jónsmessunni 23. júní. Dagskráin í Kjarnaskógi hefst kl. 20.00 og stendur til kl. 23.00. (Betra skipulag verður á dagskránni þar en í fyrra, en þá komu um 500 manns í skóginn og má segja að það hafi komið skipuleggjendum mjög á óvart og erfitt hafi verið að halda utan um dagskrána vegna þess). Nú verða semsagt 11 stöðvar um allann skóg og verður fólki afhent sérstaklega merkt kort af skóginum og stöðvunum og ræður þar af leiðandi ferðinni sjálft. Það skal tekið fram að Jónsmessuleikur 2003 er styrkt af Menningarborgarsjóði og Barnamenningarsjóði.
Föstudags- og laugardagskvöldið 20. og 21. júní verða tónleikar Guðrúnar Gunnarsdóttur Óður til Ellýjar, ásamt Eyþóri Gunnarssyni, Birgi Bragasyni, Sigurði Flosasyni, Erik Qvick og gestasöngvaranum Friðriki Ómari Hjörleifssyni, kl. 21 bæði kvöldin í Ketilhúsinu.
Síðan rekur hver listviðburðurinn annan í allt sumar og stendur hátíðin til 30. ágúst þegar henni lýkur með Menningarnótt á Akureyri. Allar nánari upplýsingar eru að fá á
heimasíðu Gilfélagsins, sem hefur yfirumsjón með Listasumri á Akureyri.