Úthlutun út Háskólasjóði KEA

Hannes Karlsson, stjórnarformaður KEA og forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhentu í dag styrki úr Háskólasjóði KEA við athöfn sem fram fór á Sólborg, húsnæði Háskólans á Akureyri við Norðurslóð, en skólinn fagnar 25 ára afmæli sínu á árinu.


Að þessu sinni voru veittir tíu rannsóknarstyrkir en nítján umsóknir bárust sjóðnum. Við úthlutun úr sjóðnum er horft til þess að verkefnin tengist starfsemi skólans. Einnig hlutu þrír nemar viðurkenningu fyrir góðan námsárangur við brautskráningu fyrr um daginn. Þetta er í tíunda sinn sem úthlutað er úr Háskólasjóði KEA og var heildarupphæð styrkja 3,7 mkr.

Eftirtalin rannsóknarverkefni fengu styrk úr Háskólasjóði KEA:

Háskóli Unga fólksins
Skrifstofustjórar- Ása Guðmundsdóttir og Heiða Kristín Jónsdóttir
Kr. 150.000,-

Væntingar og upplifun kvenna af fæðingu með áherslu á sársauka og meðferð við sársauka
Heilbrigðisvísindasvið- Sigfríður Inga Karlsdóttir   
Kr. 250.000,-

Könnun á starfsháttum, starfsumhverfi og viðhorfum blaðamanna á íslenskum fréttamiðlum í alþjóðlegu samhengi       
Hug- og félagsvísindasvið – Birgir Guðmundsson           
Kr. 300.000,-

Rannsókn á áhrifum æðavirkra efna á samdrátt slagæða í augnbotni með dual wire myograph tækni
Hug- og félagsvísindasvið - Ársæll Már Arnarsson
Kr. 400.000,-


Fjölskyldulestur vegna Barnabókaseturs
Hug- og félagsvísindasvið - Brynhildur Þórarinsdóttir
kr. 400.000,-

Tegundaerfðagreining blóðmáltíða mývargs
Viðskipta- og raunvísindasvið- Kristinn P. Magnússon
kr. 400.000,-

The knowledge of Icelandic by immigrants in Akureyri
Hug- og félagsvísindasvið-  Markus Meckl
kr. 400.000,-

Rannsókn á byrjendalæsi
Hug- og félagsvísindasvið - Rúnar Sigþórsson       
kr. 400.000,-

Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri
Hug- og félagsvísindasvið- Þóroddur Bjarnason
kr. 400.000,-

Félagsgerð Akureyrar frá 1785-2000, upphaf og þróun þéttbýlis, stéttaskiptingar, stjórnmála og atvinnulífs
Heilbrigðisvísindasvið- Hermann Óskarsson   
Kr. 450.000,-


Eftirtaldir hlutu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur:

Viðskipta- og raunvísindasvið:
Erla Rut Jónsdóttir
Kr. 50.000,-

Heilbrigðisvísindasvið:
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir
Kr. 50.000,-

Hug- og félagsvísindasvið:
Sólrún Dögg Baldursdóttir
Kr. 50.000,-