Úthlutun úr Menningar- og viðurkenningasjóði tvisvar á ári

Stjórn KEA svf. hefur samþykkt að úthluta styrkjum úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA svf. tvisvar á ári. Annars vegar fari úthlutun fram á tímabilinu október-desember og hins vegar á aðalfundi í mars eða apríl. Þessi samþykkt stjórnar tekur til styrkja til aðila sem vinna að mikilvægum menningStjórn KEA svf. hefur samþykkt að úthluta styrkjum úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA svf. tvisvar á ári. Annars vegar fari úthlutun fram á tímabilinu október-desember og hins vegar á aðalfundi í mars eða apríl. Þessi samþykkt stjórnar tekur til styrkja til aðila sem vinna að mikilvægum menningarmálum á svæðinu og einnig til viðurkenninga og styrkja til ungra afreksmanna á sviði lista, íþrótta eða til viðurkenninga fyrir sérstök afrek t.d. á sviði björgunarmála. Í reglugerð fyrir Menningar- og viðurkenningasjóð KEA svf. kemur fram að einum þriðja þess fjár sem sjóðurinn hefur til úthlutunar á hverjum tíma skuli ráðstafað til svokallaðra þátttökuverkefna á sviði menningarmála. Stjórn KEA svf. hefur samþykkt að ákvörðun um úthlutun eða skilgreining á þátttökuverkefnum skuli fara fram í tengslum við árlegan aðalfund félagsins. Þá hefur stjórnin samþykkt að Menningar- og viðurkenningasjóður skuli veita sérstakar viðurkenningar á aðalfundi félagsins, en ef sérstakar aðstæður skapist skuli það gert á öðrum tíma.