Úthlutun úr Menningar-og viðurkenningasjóði KEA

Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA, laugardaginn 1. desember og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi. Þetta var í 85. skipti sem KEA veitir styrki úr sjóðnum. Auglýst var eftir styrkjum í október síðastliðnum og bárust tæplega 140 umsóknir.  Úthlutað var rúmlega 15,6 milljónum króna til 64 aðila.
Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefni, Rannsókna- og menntastyrkir og Íþrótta- og æskulýðsstyrkir. 

Smelltu hér til að sjá upptöku N4 frá styrkveitingunni

Í flokknum Menningar- og samfélagsverkefni hlutu 19 aðilar styrki, rúmlega 2,9 milljónir króna.

Blásarasveit Akureyrar- Til að fara á stórhátíð evrópska skólahljómsveita í Gautaborg.
Hrútavinafélag Raufarhafnar- Vegna hrútadaga.
Alexander Smári Kristjánsson Edelstein- Vegna náms í píanóleik og tónleikaferða.
Vilhjálmur B. Bragason- Til að halda vinnubúðir fyrir upprennandi tónskáld og textahöfunda.
Sumartónleikar í Akureyrarkirkju- Fjórir tónleikar í Akureyrarkirkju sumarið 2019.
AkureyrarAkademían- Til að halda fyrirlestra á öldrunarheimilum.
Kvennakór Akureyrar- Til að taka þátt í kóramóti á Ítalíu sumarið 2019.
Rauði krossinn við Eyjafjörð- Til reksturs Ungfrú Ragnheiðar, sem er verkefni er aðstoðar einstaklinga í vímuefnavanda.
Þórduna nemendafélag VMA, Leikfélag VMA Til að setja upp söngleikinn Bugsy Malone í Hofi.
Þroskahjálp á Norðurlandi Eystra- Til útgáfu bókar um sögu málefna þroskaheftra og fatlaðra á Norðurlandi.
Leikfélag Hörgdæla- Til kaupa á ljósabúnaði.
Markus Meckl- Til að halda ritlistarsamkeppni fyrir börn af erlendum uppruna á Akureyri.
Hollvinafélag Húna II- Til endurbóta á bátnum.
Iðunn Andradóttir- Vegna náms í Ballettakademien í Stokkhólmi.
Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri- Vegna verkefninsins Orðaleiks, sem styður íslenskunám barna af erlendum uppruna.
Karlakór Eyjafjarðar- Til að halda tónlistarviðburð til minningar um Eydalsbræður.
Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri- Til að halda Vísindaskóla unga fólksins.
Þóra Kristín Gunnarsdóttir- Vegna náms í klassískum píanóleik í Sviss.
Leikfélag Fjallabyggðar- Til að ráða til sín leikstjóra fyrir leikárið 2019.

Í flokknum Íþrótta- og æskulýðsmál hlutu 20 aðilar styrki, samtals að fjárhæð 7,5 milljónir króna.

KA aðalstjórn               
Þór aðalstjórn                                                
Skíðafélag Akureyrar                                     
Völsungur              
Hestamannafélagið Léttir                              
Ungmennafélag Svarfdæla Dalvík
Akureyri handboltafélag                               
Skíðafélag Dalvíkur                      
Íþróttafélagið Magni
Þór KA kvennaknattspyrna                           
Sundfélagið Óðinn                                         
Skautafélag Akureyrar                                   
Hestamannafélagið Funi
Ungmennafélagið Smárinn, Hörgársveit     
Hestamannafélagið Gnýfari, Ólafsfirði          
Karatefélag Akureyrar
Skíðfélag Ólafsfjarðar
Héraðssamband Þingeyinga
Íþóttafélagið Akur
KFUM & KFUK á Akureyri

Í flokknum Ungir afreksmenn, hlutu 19 aðilar styrk hver að upphæð kr 150.000.-

Alexander Heiðarsson, júdó 
Kara Gautadóttir, kraftlyftingar
Silvía Rán Björgvinsdóttir, íshokkí
Berenka Bernat, júdó
Glódís Edda Þuríðardóttir, knattspyrna
Aron Birkir Stefánsson, knattspyrna 
Hulda Björg Hannesdóttir, knattspyrna
Andrea Ýr Ásmundsdóttir, golf
Ísabella Sól Tryggvadóttir, siglingar
Baldur Vilhelmsson, snjóbretti
Sigþór Gunnar Jónsson, handbolti
Unnur Árnadóttir, blak 
Hafþór Vignisson, handbolti 
Ólöf Marín Hlynsdóttir, handbolti 
Guðni Berg Einarsson, skíði
Lárus Ingi Antonsson, golf
Arndís Atladóttir, sund
Fannar Logi Jóhannesson, frjálsíþróttir
Védís Elva Þorsteinsdóttir, boccia

 

Sex verkefni hlutu styrk í flokknum Styrkir til Rannsókna- og menntamála, samtals 1,9 milljónir króna.

Rannsóknamiðstöð ferðamála – Til að gera ferðahegðunar- og útgjaldakönnun meðal farþega skemmtiferðaskipa.
Verkmenntaskólinn á Akureyri, starfsbraut- Til áframhaldandi þróunar starfsbrautarinnar.
Námsbraut í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri – Til að halda ráðstefnuna Löggæsla og samfélagið.
Fræðafélag um forystufé – Til að gera athugun á næmni forystufjár gegn riðu.
Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir – Til að kortleggja og setja í samhengi áhrif tilkomu samfélagsmiðla á stjórnmál.
Skafti Ingimarsson – Til að rannsaka ævi og störf Einars Olgeirssonar.