Úthlutað úr Menningarsjóði KEA í vor

Í fyrra var úthlutað 2,5 milljónum
til  ýmissa menningarverkefna
á félagssvæði KEA svf.
Þessi fal…
Í fyrra var úthlutað 2,5 milljónum

til ýmissa menningarverkefna

á félagssvæði KEA svf.

Þessi fallega mynd var tekin
af Akureyri í froststillunum á dögunum.
Eins og fyrri ár verður úthlutað úr Menningarsjóði KEA í vor. Í fyrra var 2,5 milljónum króna úthlutað til fjölmargra menningarverkefna og býst Jóhannes Geir Sigurgeirsson, formaður stjórnar KEA svf., við að ámóta upphæð verði til ráðstöfunar í vor. Enginn eiginlegur frestur er til að sækja um styrkEins og fyrri ár verður úthlutað úr Menningarsjóði KEA í vor. Í fyrra var 2,5 milljónum króna úthlutað til fjölmargra menningarverkefna og býst Jóhannes Geir Sigurgeirsson, formaður stjórnar KEA svf., við að ámóta upphæð verði til ráðstöfunar í vor. Enginn eiginlegur frestur er til að sækja um styrk úr Menningarsjóði KEA, en fólk er hvatt til þess að senda fyrr en síðar umsókn til Kaupfélags Eyfirðinga - sjá umfjöllun um Menningarsjóð KEA hér á síðunni. Fyrir liggur að Menningarsjóði KEA þarf að marka starfsreglur til framtíðar í framhaldi af nýjum samþykktum KEA og tryggja honum fjárhagsramma. Eins og áður verður tilkynnt um úthlutun úr Menningarsjóði KEA á aðalfundi félagsins í vor.