26. mars, 2002
Í drögum sem stjórn KEA svf. hefur verið að vinna að undanfarnar vikur, varðandi þau verkefni sem kunna að berast Kaupfélagi Eyfirðinga svf. er gert ráð fyrir að þeir sem leiti eftir samstarfi við KEA svf. um fjárfestingar þurfi að leggja fram ýmsar upplýsingar.
- Meðal þess sem gert er ráð fyriÍ drögum sem stjórn KEA svf. hefur verið að vinna að undanfarnar vikur, varðandi þau verkefni sem kunna að berast Kaupfélagi Eyfirðinga svf. er gert ráð fyrir að þeir sem leiti eftir samstarfi við KEA svf. um fjárfestingar þurfi að leggja fram ýmsar upplýsingar.
- Meðal þess sem gert er ráð fyrir að samstarfsaðilar komi til með að leggja fram er tilgangur viðkomandi félags og starfsemi þess. Hvar starfsemin fari fram og hver sé grunnur að þeirri hugmynd sem verkefnið fjalli um.
- Upplýsingar um lykilstarfsmenn og þá sem standa að baki hugmyndinni
starfsreynsla, menntun og annað sem kann að skipta máli.
- Einnig nafnverð hlutafjár sem óskað er eftir að Kaupfélag Eyfirðinga svf. kaupi.
- Upplýsingar um þann markað sem viðkomandi fyrirtæki mun starfa á og samkeppnisaðilar. Markhópar fyrirtækisins.
- Í drögunum er gert ráð fyrir að kallað verði eftir rekstraráætlun fjögur ár fram í tímann hið minnsta ásamt sjóðstreymi. Einnig efnahagsreikningi, samningum og viljayfirlýsingum ásamt öllum öðrum upplýsingum sem skipta máli varðandi rekstrarafkomu og skuldbindingar viðkomandi félags.
- Fjármögnun og fjárþörf. Núverandi hluthafar, séu þeir fyrir hendi og hlutfall hlutafjáreignar þeirra. Önnur fjármögnun sem þegar hefur verið tryggð.
- Einnig er gert ráð fyrir að kalla eftir upplýsingum um endursölu hlutabréfa, hverjir séu möguleikar Kaupfélags Eyfirðinga svf. til að selja sinn hlut í félaginu eftir 4-6 ár?
Ofangreindir punktar eru ekki tæmandi listi yfir þau atriði sem gert er ráð fyrir að kallað verði eftir frá aðilum sem hyggjast leita eftir samstarfi við KEA svf. um fjárfestingar. Nánar verður fjallað um þessi mál á stofnfundum deilda innan fárra vikna og síðan á aðalfundi KEA svf. í júní.