Níu ungir og efnilegir íþróttamenn og fulltrúi Björgvins Björgvinssonar, skíðamanns ásamt stjórnarformanni og framkvæmdastjóra KEA.
Í dag tóku níu ungir og stórefnilegir íþróttamenn við 250 þúsund króna styrk hver frá Menningar- og viðurkenningasjóði Kaupfélags Eyfirðinga. Fulltrúi tíunda styrkþegans var mættur til að taka við hans styrkupphæð.
Þeir sem hlutu styrk í þessum flokki, sem tekur til ungra afreksmanna á sviði menntaÍ dag tóku níu ungir og stórefnilegir íþróttamenn við 250 þúsund króna styrk hver frá Menningar- og viðurkenningasjóði Kaupfélags Eyfirðinga. Fulltrúi tíunda styrkþegans var mættur til að taka við hans styrkupphæð.
Þeir sem hlutu styrk í þessum flokki, sem tekur til ungra afreksmanna á sviði mennta, lista, íþrótta eða til viðurkenninga fyrir sérstök afrek, t.d. á sviði björgunarmála, var úthlutað tíu styrkjum hver styrkur að upphæð kr. 250 þúsund. Styrkþegarnir í þessum flokki eru:
Kristinn Ingi Valsson, skíðamaður á Dalvík
Árni Þór Sigtryggsson, handknattleiksmaður í Þór á Akureyri
Magnús Stefánsson, handknattleiksmaður í KA á Akureyri.
Rakel Rós Snæbjörnsdóttir, frjálsíþróttakona úr HSÞ
Salome Tómasdóttir, skíðakona úr Skíðafélagi Akureyrar.
Bjarni Konráð Árnason, körfuknattleiksmaður í Þór á Akureyri.
Ólafur Halldór Torfason, körfuknattleiksmaður í Þór á Akureyri.
Þorsteinn Ingvarsson, frjálsíþróttamaður úr HSÞ
Björgvin Björgvinsson, skíðamaður úr Skíðafélagi Dalvíkur.
Arnór Þór Gunnarsson, handknattleiksmaður úr Þór á Akureyri.