Tuttugu og sjö styrkir - heildarstyrkupphæð röskar fimm milljónir króna

Á morgun, miðvikudaginn 22. desember, verður tilkynnt um úthlutun 27 styrkja úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA og er heildarstyrkupphæðin 5.050.000 kr. Úthlutunin fer fram á Fiðlaranum og hefst kl. 16. Alls bárust 85 umsóknir um styrki úr sjóðnum að þessu sinni, þar af var ein umsókn dregin tiÁ morgun, miðvikudaginn 22. desember, verður tilkynnt um úthlutun 27 styrkja úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA og er heildarstyrkupphæðin 5.050.000 kr. Úthlutunin fer fram á Fiðlaranum og hefst kl. 16. Alls bárust 85 umsóknir um styrki úr sjóðnum að þessu sinni, þar af var ein umsókn dregin til baka. Úr Menningar- og viðurkenningasjóði er úthlutað tvisvar á ári. Í A-flokki, sem tekur til málefna, einstaklinga, félaga eða hópa sem vinna að mikilvægum menningarmálum á félagssvæði KEA, eru afhentir sautján styrkir – hver styrkur er 150 þúsund krónur. Um getur verið að ræða málefni á sviðum félagsmála, minjavörslu, lista og íþrótta og hverra þeirra málefna sem flokkast geta sem menningarmál í víðtækri merkingu. Að þessu sinni hljóta styrki: Valgarður Stefánsson – “Myndlist á Akureyri að fornu”Útgáfa bókarinnar “Myndlist á Akureyri að fornu”. Yfirgripsmikið verk um sögu myndlistar í bænum. Ragnar Hólm Ragnarsson – ný skáldsaga. Vinnur að því að skrifa skáldsögu sem gerist bæði á Akureyri og í Reykjavík. Aðalgeir Egilsson - Minjasafnið á Mánárbakka á Tjörnesi. Mála safnahúsið að utan og laga aðgengi. Hjónin Aðalgeir Egilsson og Elísabet Bjarnadóttir hafa byggt upp mjög athyglisvert minjasafn á Mánárbakka sem hefur vakið verðskuldaða athygli og fær vaxandi aðsókn. Hið þingeyska fornleifafélag – skrá og kortleggja Þingey Skrá og kortleggja Þingey í Skjálfandafljóti og gera þær upplýsingar aðgengilegar fólki. Hér er um að ræða áhugavert verkefni vegna sagnfræðilegrar tengingar, ferðaþjónustu og varðveislu menningarverðmæta Þingeyinga. Hlynur Guðmundsson – Sjóminjasafn í Ólafsfirði Að eigin frumkvæði réðist Hlynur í það viðamikla verkefni að safna sjóminjum í Ólafsfirði og setja upp safn, sem var opnað fyrir sjómannadaginn 2004. Safnið vekur athygli á grunnatvinnuvegi Ólafsfirðinga í gegnum tíðina og er áhugaverður afþreyingarkostur fyrir gesti og ferðafólk í Ólafsfirði. Gangleri – hátíð framhaldsskólanna á Akureyri Samstarfsverkefni framhaldsskólanna á Akureyri, sem er í senn metnaðarfullt og áhugavert. Gæti, ef vel tekst til, orðið fastur liður í menningarlífi Akureyrar. Leikklúbburinn Saga – Bang, bang you’re dead Leikklúbburinn Saga setur upp leikverkið Bang, bang you’re dead, sem er spennandi og stórhuga verkefni. Starf Leikklúbbsins Sögu er og hefur lengi verið mikilvægt við að virkja sköpunarkraft ungs fólks á Akureyri. Menningarsmiðjan Populus tremula – röð listviðburða Mikilsvert grasrótarverkefni sem er liður í áframhaldandi blómlegu menningarlífi í Listagilinu á Akureyri. Eyþór Ingi Jónsson – námskeið og einkatímar í barokktónlist erlendis Eyþór Ingi Jónsson er bæði kórstjóri og orgelleikari við Akureyrarkirkju. Hann hefur m.a. unnið frábært starf með barna- og stúlknakórum kirkjunnar. Að undanförnu hefur hann lagt nokkra rækt við barokktónlist og hefur hug á því að sækja sér aukna þekkingu á þessu sviði. Kammerkór Norðurlands – tónleikahald á árinu 2005 Í Kammerkór Norðurlands er söngfólk víða að af Norðurlandi sem kemur saman til æfinga og flutnings á tónlist sem alla jafna er ekki flutt af öðrum tónlistarhópum í fjórðungnum. Kvennakór Akureyrar – tónleikahald og tónleikaferð Kvennakór Akureyrar hefur ekki starfað í mörg ár, en hefur á þessum tíma vaxið fiskur um hrygg og er nú með fjölmennari kórum á Akureyri. Framundan er kraftmesta starfsár kórsins til þessa með metnaðarfullu tónleikahaldi og tónleikaferð til Slóveníu. Leikhúskórinn – tíu ára afmælistónleikar Leikhúskórinn á Akureyri hefur starfað í tíu ár og á þessum árum hefur hann ráðist í mörg stór og verðug verkefni. Í tilefni af tíu ára afmæli kórsins mun kórinn efna til veglegra afmælistónleika. Musika 2004/Þórey Ómarsdóttir – tónlistarhátíð í október 2004 Í október sl. efndi Musika til metnaðarfullra og stórhuga tónleika í Ketilshúsinu á Akureyri. Sögufélag Siglufjarðar – útgáfa Siglufjarðarbókar – ársrits Þarft og nauðsynlegt verk frá jafnt menningarlegu og sögulegu sjónarmiði. Kvenfélag Kvíabekkjarkirkju – endurbygging kirkjunnar Stórhuga og metnaðarfullt, en jafnframt fyrirsjáanlega fjárfrekt verkefni. Jóhann árelíuz – bókaútgáfa Í fyrra sendi Jóhann árelíuz frá sér skáldsöguna Eyrarpúkann, þar sem Eyrin á Akureyri var sögusviðið. Bókin vakti athygli og fékk góðar viðtökur. Nú vinnur Jóhann að bók númer tvö í skáldverki sem hófst með Eyrarpúkanum. Skíðafélag Dalvíkur – Verðveisla minjagripa Daníels Hilmarssonar Dalvíkingurinn Daníel Hilmarsson, sem féll frá langt um aldur fram, var til fjölda ára fremsti alpagreinaskíðamaður Íslendinga. Daníel vann ötullega að framgangi skíðaíþróttarinnar og var ungum skíðamönnum góð fyrirmynd. Að frumkvæði Skíðafélags Dalvíkur hefur fjölmörgum verðlaunagripum Daníels verið komið saman á einn stað og þeir mynda nú safn sem heldur minningu þessa frábæra skíðamanns á lofti. Í B-flokki, sem tekur til ungra afreksmanna á sviði mennta, lista, íþrótta eða til viðurkenninga fyrir sérstök afrek, t.d. á sviði björgunarmála, var úthlutað tíu styrkjum – hver styrkur að upphæð kr. 250 þúsund. Í þessum flokki skulu umsækjendur vera yngri en 25 ára og búsettir á félagssvæði KEA. Þessir einstaklingar hlutu styrk að þessu sinni: Kristinn Ingi Valsson, skíðamaður á Dalvík Kristinnn Ingi hlýtur styrk til æfinga og keppni með A-landsliði Íslands í skíðaíþróttum, en þrátt fyrir ungan aldur er Kristinn kominn í fremstu röð hérlendra skíðamanna. Árni Þór Sigtryggsson, handknattleiksmaður í Þór á Akureyri Árni Þór hlýtur styrk vegna æfinga og keppni með unglingalandsliði Íslands í handknattleik. Árni Þór er af mörgum talinn eitt mesta efni sem hefur komið fram í handknattleik á undanförnum árum. Í vetur hefur Árni Þór tvímælalaust verið burðarás í meistaraflokksliði Þórs í DHL-deildinni í handknattleik. Þá hefur hann verið einn af lykilmönnum í yngri landsliðum Íslands og varð Evrópumeistari með U-21 landsliðinu árið 2003. Magnús Stefánsson, handknattleiksmaður í KA á Akureyri. Magnús hlýtur styrk vegna æfinga og keppni með unglingalandsliði Íslands í handknattleik. Magnús er afar vaxandi skytta í liði sínu KA og hefur skotið mörgum markverðinum skelk í bringu í vetur með sínum þrumufleygum. Magnús hefur nú þegar leikið nokkra leiki með yngri landsliðum Íslands og stefnir ótvírætt hærra. Rakel Rós Snæbjörnsdóttir, frjálsíþróttakona úr HSÞ Rakel Rós, þrettán ára gömul frjálsíþróttakona úr Reykjadal, hlýtur styrk til æfinga og keppni í frjálsum íþróttum. Rakel Rós er afar efnileg frjálsíþróttakona og komin í allra fremstu röð á landinu í aldurshópnum sextán ára og yngri. Salome Tómasdóttir, skíðakona úr Skíðafélagi Akureyrar. Salome hlýtur styrk til æfinga og keppni, en hún hefur í haust verið við æfingar í Austurríki. Í janúar verður hún ein af átta keppendum frá Íslandi á Ólympíudögum Evrópuæskunnar í skíðaíþróttum í Monthey í Sviss. Bjarni Konráð Árnason, körfuknattleiksmaður í Þór á Akureyri. Bjarni Konráð, sem er búsettur á Svalbarðsströnd, hlýtur styrk til æfinga og keppni með unglingalandsliði Íslands í körfuknattleik. Bjarni Konráð varð Norðurlandameistari með U-18 landsliðinu í körfuknattleik í maí 2004 og er ótvírætt í fremstu röð í sínum aldurshópi á landinu. Ólafur Halldór Torfason, körfuknattleiksmaður í Þór á Akureyri. Ólafur Halldór hlýtur styrk til æfinga og keppni með unglingalandsliði Íslands í körfuknattleik. Ólafur varð Norðurlandameistari með U-18 landsliðinu í körfuknattleik í maí 2004 og er ótvírætt í fremstu röð í sínum aldurshópi á landinu. Þorsteinn Ingvarsson, frjálsíþróttamaður úr HSÞ Þorsteinn hlýtur styrk til æfinga og keppni í frjálsum íþróttum. Bárðdælingurinn Þorsteinn Ingvarsson er margfaldur Íslandsmeistari og Íslandsmethafi og hefur náð frábærum árangri á mótum innanlands sem erlendis. Hann er einn af fremstu frjálsíþróttamönnum landsins í sínum aldursflokki. Björgvin Björgvinsson, skíðamaður úr Skíðafélagi Dalvíkur. Björgvin hlýtur styrk til æfinga og keppni með skíðalandsliði Íslands. Björgvin Björgvinsson hefur verið í hópi fremstu skíðamanna landsins um árabil og sinnt íþrótt sinni af elju og áhuga. Til að stunda íþrótt sína dvelur hann erlendis bróðurpart úr ári og keppir þar við bestu skíðamenn í heimi, bæði í heimsbikarnum í alpagreinum og á Evrópubikarmótum. Arnór Þór Gunnarsson, handknattleiksmaður úr Þór á Akureyri. Arnór Þór hlýtur styrk vegna fjögurra utanlandsferða með drengjalandsliði Íslands í handknattleik á árinu 2004. Arnór Þór er afar efnilegur handknattleiksmaður. Hann er þrátt fyrir ungan aldur fastamaður í meistaraflokksliði Þórs og hefur verið í U-18 landsliði Íslands í handknattleik.