Tröllaskagajarðgöng rædd á deildarfundi í Ólafsfirði

Deildarfundur KEA í Út-Eyjafjarðardeild verður haldinn næstkomandi miðvikudag, 2. apríl, kl. 17 í Húsi aldraðra í Ólafsfirði. Auk aðalfundarstarfa verður fjallað á fundinum um félagsleg og efnahagsleg áhrif jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Dr. Grétar Þór Eyþórsson, forstöðumaður RannsDeildarfundur KEA í Út-Eyjafjarðardeild verður haldinn næstkomandi miðvikudag, 2. apríl, kl. 17 í Húsi aldraðra í Ólafsfirði. Auk aðalfundarstarfa verður fjallað á fundinum um félagsleg og efnahagsleg áhrif jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Dr. Grétar Þór Eyþórsson, forstöðumaður Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, verður með framsöguerindi á fundinum. Allt áhugafólk um bættar samgöngur við utanverðan Eyjafjörð er hvatt til að mæta á fundinn og taka þátt í fróðlegum umræðum. Þá er minnt á að á fundinum getur fólk gerst félagar í KEA án endurgjalds. Þetta er liður í því að fjölga félagsmönnum í KEA og gera félagið þannig enn virkara á félagssvæðinu.