Þrír nýir menn í aðalstjórn Kaldbaks

Samherjafrændur á aðalfundi Kaldbaks í dag; Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem v…
Samherjafrændur á aðalfundi Kaldbaks í dag; Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem var kjörinn meðstjórnandi í nýrri stjórn Kaldbaks.
Í skýrslu fráfarandi stjórnar Kaldbaks fjárfestingarfélags hf., sem var lögð fram á aðalfundi Kaldbaks í dag, segir m.a.: "Rekstur félagsins tók breytingum frá fyrra ári þar sem eiginlegur rekstur var ekki til staðar líkt of fyrri ár. Félagið var liðnu starfsári eignarhaldsfélag um hlutabréf í SamhÍ skýrslu fráfarandi stjórnar Kaldbaks fjárfestingarfélags hf., sem var lögð fram á aðalfundi Kaldbaks í dag, segir m.a.: "Rekstur félagsins tók breytingum frá fyrra ári þar sem eiginlegur rekstur var ekki til staðar líkt of fyrri ár. Félagið var liðnu starfsári eignarhaldsfélag um hlutabréf í Samherja hf. og Nýju kaffibrennslunni ehf. Tap af rekstri félagsins var 32,7 milljónir króna. Stjórn félagsins leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa en vísar að öðru leyti í ársreikninginn um breytingar á eigin fé félagsins og ráðstöfun hagnaðar. Undir lok ársins gerði félagið samning við Kaupfélag Eyfirðinga svf. um yfirtöku á öllum eignum, skuldum og skuldbindingum Kaupfélags Eyfirðinga svf. í upphafi ársins 2002. Í samningnum var gert ráð fyrir að hlutafé í félaginu yrði aukið til þess að mæta yfirtöku á eigin fé Kaupfélags Eyfirðinga svf. í upphafi ársins 2002. Í samningnum var gert ráð fyrir að hlutafé í félaginu yrði aukið til þess að mæta yfirtöku á eigin fé Kaupfélags Eyfirðinga svf. og var það gert í upphafi þessa árs. Í árslok var 1 hluthafi í félaginu, en það er Kaupfélag Eyfirðinga. Við aukningu hlutafjár félagsins í upphafi ársins 2002 sbr. ofangreint urðu hluthafar í Kaldbaki rúmlega 8.000 talsins. Samhliða samkomulagi þessu var nafni félagsins breytt úr Kaffibrennslu Akureyrar hf. í Kaldbakur fjárfestingarfélag hf. Einnig var tilgangi félagsins breytt." Ný stjórn Kaldbaks Á aðalfundinum í dag var Kaldbaki kjörin ný stjórn. Í hana voru kosnir Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Öngulsstöðum Eyjafjarðarsveit, Tryggvi Þór Haraldsson, Akureyri, Kári Arnór Kárason, Akureyri, Þorsteinn Már Baldvinsson, Akureyri, og Lárus Blöndal, Reykjavík. Varamenn voru kjörnir Björn Rúriksson, Reykjavík, og Valdimar Bragason, Dalvík. Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfundinn í dag skipti stjórnin með sér verkum. Jóhannes Geir Sigurgeirsson verður áfram formaður stjórnar Kaldbaks en Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Norðurlands, er varaformaður stjórnar. Meðstjórendur eru Tryggvi Þór Haraldsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Lárus Blöndal.