Tæpar 2 milljónir til ungs afreksfólks

Styrkþegar og fulltrúar styrkþega á Fiðlaranum í dag ásamt Benedikt Sigurðarsyni, formanni stjórnar …
Styrkþegar og fulltrúar styrkþega á Fiðlaranum í dag ásamt Benedikt Sigurðarsyni, formanni stjórnar KEA, og Andra Teitssyni, framkvæmdastjóra KEA.
Menningar- og viðurkenningasjóður Kaupfélags Eyfirðinga styrkir að þessu sinni átta einstaklinga yngri en 25 ára um samtals 1.980.000 kr. Flestir þessara einstaklinga eru að standa sig mjög vel í íþróttum, en einnig fær einn ungur og upprennandi tónlistarmaður styrk. Styrkþegar eða fulltrúar einstakMenningar- og viðurkenningasjóður Kaupfélags Eyfirðinga styrkir að þessu sinni átta einstaklinga yngri en 25 ára um samtals 1.980.000 kr. Flestir þessara einstaklinga eru að standa sig mjög vel í íþróttum, en einnig fær einn ungur og upprennandi tónlistarmaður styrk. Styrkþegar eða fulltrúar einstakra styrkþega tóku við sínum styrkjum í dag. Þeir sem hlutu styrk í þessum flokki eru: Vilhjálmur I. Sigurðarson, trompetleikari frá Gröf 1 í Eyjafjarðarsveit – stundar nám í trompetleik í Osló í Noregi – 300 þúsund krónur. Elsa Guðrún Jónsdóttir, gönguskíðakona frá Ólafsfirði – stundar nám í skíðamenntaskóla í Noregi og leggur þar stund á íþrótt sína – 300 þúsund krónur. Pálmar Pétursson, handknattleiksmaður frá Húsavík – unglingalandsliðsmaður í sinni íþrótt – 300 þúsund krónur. Rut Sigurðardóttir, taekwondokona á Akureyri – vegna kostnaðar við æfingabúðir – 300 þúsund krónur. Einar Guðni Valentine, íshokkímaður í Skautafélagi Akureyrar – á sæti í tveimur landsliðum Íslands í íshokkí – undir 18 og 20 ára aldri. Framundan eru keppnisferðir Einars Guðna með þessum landsliðum erlendis – 300 þúsund krónur. Kristján Uni Óskarsson, skíðamaður í alpagreinum frá Ólafsfirði – einn af efnilegustu skíðamönnum landsins. Stundar nám í skíðamenntaskóla í Noregi og fær þar tækifæri til þess að leggja stund á íþrótt sína. Stefnir á þátttöku í Vetrarólympíuleikunum árið 2006 – 160 þúsund krónur. Margrét Ragna Bjarnadóttir, júdókona úr Eyjafjarðarsveit. Leggur alúð við sína íþrótt og hefur nú þegar náð langt – 160 þúsund krónur. Helga Margrét Clarke, listhlaupari á skautum frá Akureyri – er í allra fremstu röð hér á landi í sinni íþróttagrein. Aflar sér menntunar og reynslu í þjálfun í listhlaupi á skautum – 160 þúsund krónur.