Hér eru að finna svör við algengum spurningum sem vakna við þær breytingar sem urðu með tilkomu Kaldbaks fjárfestingarfélags hf. (fjárfestingarfélag um eignasafn KEA).
Af hverju fæ ég bréf um hlutabréfaeign í Kaldbaki?
Vegna þess að aðalfundur Kaupféla
Hér eru að finna svör við algengum spurningum sem vakna við þær breytingar sem urðu með tilkomu Kaldbaks fjárfestingarfélags hf. (fjárfestingarfélag um eignasafn KEA).
Af hverju fæ ég bréf um hlutabréfaeign í Kaldbaki?
Vegna þess að aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga svf. frá því 28. apríl 2001 samþykkti að samhliða færslu allra eigna og skulda yfir í sérstakt hlutafélag (Kaldbakur hf.) yrði séreignarsjóður félagsmanna í A-deild stofnsjóðs færður niður og sem gagngjald fyrir niðurfærsluna er hlutabréf í Kaldbaki hf. afhent viðkomandi.
Hvernig er nafnverðið fundið út?
Fyrir þá sem áttu séreign í A-deild stofnsjóðs Kaupfélags Eyfirðinga svf. er nafnverðið fundið út með eftirfarandi hætti:
a) 60% út frá fjölda félagsmanna m.v. 31/12/2000 en þeir voru 7914 á þeim tíma.
b) 40% út frá séreign viðkomandi félagsmanns í A-deild stofnsjóðs Kaupfélags Eyfirðinga svf. m.v 31/12/2000 auk 4% vaxta samkvæmt samþykkt aðalfundar.
Fyrst var stofnsjóðurinn hækkaður um rúmar 397 mkr. og fór hækkunin fram út frá ofangreindum forsendum. Með þessu fékkst ný skipting á A-stofnsjóði félagsmanna. Síðan er stofnsjóðurinn færður niður um rúmar 462 mkr. en eftir sitja tæpar 4 mkr. sem skiptast jafnt niður á félagsmenn í Kaupfélagi Eyfirðinga svf. þannig að hver félagsmaður á 500 kr. í stofnsjóði. Eignarhlutur hvers félagsmanns í hlutafé Kaldbaks hf. er reiknaður út frá því hve mörg prósent hann á í heildarlækkuninni og þau prósent eru síðan margfölduð með 14,2%.
Hér að neðan er dæmi um aðila sem átti 5.000 kr. í A-deild stofnsjóðs 31/12/2000.
Hvað varðar fyrrum hluthafa í B-deild stofnsjóðs Kaupfélags Eyfirðinga svf. að þá er eignarhlutur þeirra (í prósentum) í hlutabréfum B-deildar stofnsjóðs (samvinnuhlutabréf) eins og hún var margfölduð með 14,2%.
Hvað er Kaldbakur h.f.?Það er hlutafélag sem tók við öllum eignum og skuldum Kaupfélags Eyfirðinga svf. um síðastliðin áramót. Eignir félagsins eru hlutabréf, skuldabréf og viðskiptakröfur. Allur eiginlegur rekstur hefur verið færður til einstakra hlutafélaga sem eru annað hvort að fullu eða að hluta til í eigu Kaldbaks hf. Starfsmenn félagsins eru nú 4 og er meginstarfsemi félagsins umsýsla verðbréfa, þ.e.a.s. kaup og sala á hlutabréfum og skuldabréfum.
Kaupfélag Eyfirðinga svf. á 71,6% hlutafár í Kaldbaki hf., fyrrverandi hlutahafar í B-deild stofnsjóðs KEA fá samtals 14,2% og félagsmenn sem áttu í A-stofnsjóði KEA fá samtals 14,2% hlutafjár. Samtals eru hluthafar yfir 8.000 talsins.
Nafnverð hlutafjár í Kaldbaki hf. er 1 milljarður króna.
Hvað er Kaupfélag Eyfirðinga svf. eftir breytinguna?
Tilgangur Kaupfélags Eyfirðinga svf. er skilgreindur í 2 og 3 grein nýrra samþykkta félagsins og er hann eftirfarandi:
2. gr.
Tilgangur félagsins er að vinna að hagsmunum félagsmanna og efla búsetu á félagssvæði sínu. Þeim tilgangi sinnir félagið einkum með eftirfarandi hætti:
- hafa með höndum umsjón og eignarhald á hlutafé KEA í hlutafélögum og öðrum félögum og taka þátt í stjórnun þeirra
- ávaxta eignir KEA og ráðstafa hæfilegum arði af þeim til félagsmanna sinna og til eflingar atvinnu og mannlífs á félagssvæðinu
- hafa frumkvæði að því að stofna til fjárfestingar og nýsköpunar í atvinnurekstri á félagssvæðinu og kallar eftir samstarfi við opinbera aðila, við fyrirtæki, fjárfesta og einstaklinga í því skyni að efla atvinnulíf.
- leita samninga um viðskiptakjör fyrir félagsmenn.
3. gr.
Félaginu er fyrst og fremst ætlað að vera eignarhaldsfélag og hefur því ekki með höndum atvinnurekstur, en stofnar og rekur hlutafélög og fyrirtæki sem ýmist eru að fullu í eigu KEA eða í sameign með öðrum aðilum. Þá er félaginu heimilt að starfrækja innlánsdeild í samræmi við lög um samvinnufélög nr. 22/1991.
Félagið rekur skrifstofu sem m.a. annast félagaskrá og vinnur að því að leita bestu kjara fyrir félagsmenn.
Kaupfélag Eyfirðinga svf. er frá og með 1. janúar 2002 skuldlaust félag en eina eign þess er 71,6% hlutur í Kaldbaki hf. Rætt hefur verið um að yfir tíma verði hlutdeild Kaupfélags Eyfirðinga svf. í Kaldbaki hf. minnkuð til þess að hægt sé að fylgja eftir tilgangi og markmiðum samvinnufélagsins sbr. ofangreint.
Kaupfélag Eyfirðinga svf. er orðið hreint þátttökufélag, þ.e.a.s. að ábati félagsmanna af því að vera félagsmaður felst annars vegar í tilgangi félagsins og hins vegar í ábata af þátttöku í félagskorti/Kostakorti sem mun þegar fram í sækir veita félagsmönnum afslátt hjá þeim fyrirtækjum sem gera samning við Kaupfélag Eyfirðinga svf.
Stjórn félagsins mun ve
Hvert er verðmæti þessara hlutabréfa?Því er ekki hægt að svara eins og er. Í þessu samhengi er rétt að benda á bókfærða eiginfjárstöðu Kaupfélags Eyfirðinga svf. sem um leið verður upphafleg eiginfjárstaða Kaldbaks hf. Úr því fæst ekki skorið fyrr en hlutabréf félagsins verða skráð á Verðbréfaþingi Íslands þar sem þau geta gengið kaupum og sölum fyrir opnum tjöldum.
Hvenær gæti ég selt þessi bréf?
Strangt til tekið er hægt að selja ávísun á verðmæti. Hitt er svo annað mál hvort það finnist aðili sem er tilbúinn að fjárfesta í ávísun á hlutabréf í Kaldbaki hf. Fyrirhugað er að skrá hlutabréf félagsins í kauphöll við fyrsta hentuga tækifæri en þó eigi síðar en 30. júní 2002 en þá myndast vonandi virkur markaður með hlutabréf Kaldbaks hf.