Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA og Stefán B. Sigurðsson rektor Háskólans á Akureyri, afhentu í dag styrki úr
Háskólasjóði KEA við athöfn sem fram fór á Sólborg, húsnæði Háskólans á Akureyri við
Norðurslóð.
Að þessu sinni voru veittir níu rannsóknarstyrkir en tuttugu umsóknir bárust sjóðnum. Við úthlutun er horft til þess að verkefnin
tengist starfsemi skólans. Einnig hlutu þrír nemar viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Þetta er í níunda sinn sem
úthlutað er úr Háskólasjóði KEA og var heildarupphæð styrkja 2,5 mkr.
Eftirtalin rannsóknarverkefni fengu styrk úr Háskólasjóði KEA:
Örveruhemjandi efni úr sjávarörverum
Viðskipta- og raunvísindasvið - Arnheiður Eyþórsdóttir
Kr. 200.000,-
Notkun sellulósa sundrandi hitakærra baktería í líftækni
Viðskipta- og raunvísindasvið - Jóhann Örlygsson
Kr. 300.000,-
Vefsíða fyrir fjarráðgjöf í snemmtækri íhlutun dreifbýlisbarna
Hug- og félagsvísindasvið - Kristín Guðmundsdóttir
Kr. 250.000,-
Örverur í undirheimum - tegundasamsetning hellaslíms í Vatnshelli
Viðskipta- og raunvísindasvið - Oddur Vilhelmsson
kr. 200.000,-
Jarðskjálftaspárannsóknir - kynning á niðurstöðum
Viðskipta- og raunvísindasvið - Ragnar Stefánsson
Kr. 150.000,-
Hlutverk flugvalla í þróun áfangastaða - mikilvægi millilandaflugs um Akureyrarflugvöll
Viðskipta- og raunvísindasvið - RMF/Eyrún Jenný Bjarnadóttir
Kr. 150.000,-
Rannsókn á byrjendalæsi (BL - rannsóknin)
Hug- og félagsvísindasvið - Rúnar Sigþórsson
Kr. 300.000,-
Mat á daglegri hreyfingu eldra fólks með hreyfimælinum ActivPAL og stöðluðum spurningalista
Heilbrigðisvísindasvið - Sólveig Ása Árnadóttir
kr. 400.000,-
Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri
Hug- og félagsvísindasvið - Þóroddur Bjarnason
Kr. 400.000,-
Eftirtaldir hlutu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur:
Viðskipta- og raunvísindasvið:
Björn Líndal Traustason
Kr. 50.000,-
Heilbrigðisvísindasvið:
Sigríður Elín Þórðardóttir
Kr. 50.000,-
Hug- og félagsvísindasvið:
Heiða Björk Pétursdóttir
Kr. 50.000,-