Fulltrúar styrkþega ásamt stjórnarmönnum í Menningarsjóði KEA að lokinni afhendingu styrkja.
Nú síðdegis var efnt til kaffisamsætis á Hótel KEA á Akureyri þar sem afhentir voru styrkir úr Menningarsjóði KEA. Alls hlutu 20 aðilar styrk að þessu sinni, 100 þúsund krónur hver.
Fjöldi styrkumsókna hefur farið vaxandi hjá Menningarsjóði KEA á undanförnum árum og sagði Eiríkur Jóhannsson, stjórNú síðdegis var efnt til kaffisamsætis á Hótel KEA á Akureyri þar sem afhentir voru styrkir úr Menningarsjóði KEA. Alls hlutu 20 aðilar styrk að þessu sinni, 100 þúsund krónur hver.
Fjöldi styrkumsókna hefur farið vaxandi hjá Menningarsjóði KEA á undanförnum árum og sagði Eiríkur Jóhannsson, stjórnarmaður í Menningarsjóðnum og fyrrverandi kaupfélagsstjóri, að einmitt af þeirri ástæðu hafi fyrir nokkrum árum verið mörkuð sú stefna að veita fleiri styrki en lægri. Eiríkur sagði það tímamót að þessu sinni að tveir styrkir vorur veittir einstaklingum vegna bókaútgáfu og sömuleiðis bárust sjóðnum umsóknir frá Siglufirði í fyrsta sinn og voru veittir tveir styrkir til menningarverkefna þar í bæ..
Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, sagði við þetta tækifæri að í ljósi breytinga á Kaupfélagi Eyfirðinga verði stuðningur við menningarstarfsemi í öðru formi í framtíðinni en áður. Ætlunin sé að leggja enn ríkari áherslu en áður á að styðja menningarstarfsemi og má í því sambandi benda á stuðning KEA við Listasumar á Akureyri 2002.
Eftirtaldir fengu styrk úr Menningarsjóði KEA í dag:
Dangotrío Hrafnaspark, Akureyri
Styrkur vegna ferðar til Svíþjóðar
Skútustaðakirkja, Mývatnssveit
Styrkur til kaupa á pípuorgeli
Kvenfélagið Baldursbrá, Akureyri
Styrkur til söfnunar vegna kaupa á steindum glugga í Glerárkirkju
Lára Sóley Jóhannsdóttir, Húsavík
Styrkur til greiðslu skólagjalda vegna fiðlunáms
Mývatnssafn
Styrkur til reksturs safnsins
Sólseturskórinn, Kór eldri borgara, Húsavík
Styrkur vegna kóramóts eldri borgara og söngskemmtanahalds
"Músík í Mývatnssveit"
Styrkur vegna páskatónleika 2002
Lúðrasveit Akureyrar
Styrkur vegna ferðar til Svíþjóðar í tilefni af 60 ára afmæli sveitarinnar
Björn Þorláksson, Akureyri
Styrkur vegna bókaútgáfu
Kór Glerárkirkju, Akureyri
Styrkur vegna tónleikaferðar til Ungverjalands
Áhugafólk um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar
Styrkur til uppbyggingar setursins á Siglufirði
Hlöðver Sigurðsson, Siglufirði
Styrkur til söngnáms
Húsabakkakórinn "Góðir Hálsar", Svarfaðardal
Styrkur vegna útgáfu á geisladiski
Haraldur Ingi Haraldsson
Styrkur til rannsókna á íslenskum sagnaarfi
Menningarhátíð í Mývatnssveit
Styrkur vegna hátíðartónleika 16. júní 2002
Flugsafnið á Akureyri
Styrkjur til uppbyggingar safnsins
Arnarauga / Örn Ingi
Styrkur vegna gerðar kvikmyndarinnar Gildrunnar
Jóhann Áreliuz, Hrísey
Styrkur vegna skrifta á fyrra bindi "skáldævisögu" umsækjanda
UMF Efling, Reykjadal
Styrkur vegna uppsetningar á "Fiðlaranum á þakinu"
Júlíus Björnsson / Sigrún Björnsdóttir, Akureyri
Styrkur vegna komu hljómsveitarinnar Jazz in Dukes frá Svíþjóð til Akureyrar, Húsavíkur og Dalvíkur