Stjórn ræðir um stofnun deilda og aðalfund

Á fundi stjórnar KEA svf. í dag, þar sem þessi mynd var tekin var m.a. rætt um stofnun hinna nýju fé…
Á fundi stjórnar KEA svf. í dag, þar sem þessi mynd var tekin var m.a. rætt um stofnun hinna nýju félagsdeilda og í framhaldi af því hvenær aðalfundur KEA svf. verði tímasettur. Gert er ráð fyrir að aðalfundurinn verði í byrjun júní.
Með vorinu verða nýjar deildir KEA svf. formlega stofnaðar á félagssvæðinu, en með nýjum samþykktum 5. desember 2001 varð mikil uppstokkun á fyrirkomulagi deilda félagsins. Samkvæmt nýjum samþykktum starfa fimm deildir á félagssvæði KEA svf: Akureyrardeild sem í eru félagsmenn með lMeð vorinu verða nýjar deildir KEA svf. formlega stofnaðar á félagssvæðinu, en með nýjum samþykktum 5. desember 2001 varð mikil uppstokkun á fyrirkomulagi deilda félagsins. Samkvæmt nýjum samþykktum starfa fimm deildir á félagssvæði KEA svf: Akureyrardeild sem í eru félagsmenn með lögheimili á Akureyri. Út-Eyjafjarðardeild sem í eru félagsmenn með lögheimili í Dalvíkurbyggð, Ólafsfirði, Siglufirði og Hrísey og auk þess félagsmenn með lögheimili í Grímsey. Vestur- Eyjafjarðardeild sem í eru félagsmenn úr Arnarneshreppi og Hörgárbyggð auk íbúa í Akrahreppi í Skagafirði sem eru félagsmenn í KEA. Austur-Eyjafjarðardeild sem í eru félagsmenn með lögheimili í Svalbarðsstrandarhreppi og Grýtubakkahreppi, og félagsmenn með lögheimili í Eyjafjarðarsveit. Þingeyjardeild sem í eru félagsmenn með lögheimili austan Vaðlaheiðar. Á fundi stjórnar KEA svf. í dag var markaður tímarammi fyrir stofnun hinna nýju félagsdeilda. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, formaður stjórnar svf., segist fastlega gera ráð fyrir að fráfarandi deildarstjórar gömlu félagsdeildanna verði kallaðir til aðstoðar við að stofna hinar nýju fimm félagsdeildir. Samkvæmt samþykktum KEA svf. skal halda aðalfund í hverri félagsdeild minnst einni viku en mest fjórum vikum áður en aðalfundur félagsins er haldinn og skal deildarstjórn í samráði við félagsstjórn hafa frumkvæði að fundarboðun. Á aðalfundi deildar skal kosin deildarstjórn. Í deildum með 1000 félagsmönnum eða fleiri skal kjörin 5 manna deildarstjórn en í öðrum deildum 3ja manna deildarstjórn. Á fundi stjórnar KEA svf. í dag var einnig rætt um tímasetningu aðalfundar félagsins. Rætt var um að stefna að því að halda fundinn í byrjun júní, sem þýðir að fyrir þann tíma þarf að vera búið að ganga frá stofnun áðurnefndra fimm deilda.