Styrkþegar ásamt Þórleifi S. Björnssyni frá Háskólanum á Akureyri, Þorsteini Gunnarssyni, rektor HA, og Benedikt Sigurðarsyni, formanni stjórnar KEA.
Í dag var kynnt úthlutun úr Háskólasjóði KEA, sem settur var á stofn fyrir rúmu ári. Háskólasjóður styrkir skilgreind verkefni innan Háskólans á Akureyri að upphæð kr. 5 milljónir á ári í fimm ár.
Sjö verkefni hlutu styrk að þessu sinni, samtals að upphæð kr. 3,5 milljónir. Hálf önnur milljón færisÍ dag var kynnt úthlutun úr Háskólasjóði KEA, sem settur var á stofn fyrir rúmu ári. Háskólasjóður styrkir skilgreind verkefni innan Háskólans á Akureyri að upphæð kr. 5 milljónir á ári í fimm ár.
Sjö verkefni hlutu styrk að þessu sinni, samtals að upphæð kr. 3,5 milljónir. Hálf önnur milljón færist yfir á næsta almanaksár og koma þá 6,5 milljónir króna til úthlutunar úr Háskólasjóði KEA.
Samstarfsnefnd Háskólans á Akureyri og Kaupfélags Eyfirðinga mat umsjóknir. Í nefndinni eru: Þorsteinn Gunnarsson, rektor, Baldur Guðnason, framkvæmdastjóri, Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, og Eiríkur S. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks hf.
Þau verkefni sem hlutu styrk að þessu sinni eru:
1. 500.000 kr. -
Margmiðlunarvefur um menningar- og atvinnusögu Eyjafjarðarsvæðisins. Umsjónarmenn: Sigrún Magnúsdóttir og Bragi Guðmundsson.
2. 1.000.000 kr. -
Uppbygging á útgáfustarfsemi Háskólans á Akureyri. Umsjónarmaður: Sigrún Magnúsdóttir.
3. 500.000 kr.
Stjórnunarhættir fyrirtækja á Akureyri. Umsjónarmaður: Ingi Rúnar Eðvarðsson.
4. 500.000 kr. -
Menningarferðaþjónusta á Norðurlandi 1. áfangi Eyjafjörður. Umsjónarmaður: Kristín Sóley Björnsdóttir.
5. 300.000 kr. -
A comparative study of child protection in Iceland and England. Umsjónarmaður: Elizabeth Fern.
6. 500.000 kr.
Rannsóknasetur í opinberri stefnumörkun og alþjóðaþróunarmálum ROSA. Umsjónarmaður: Bjarni Hjarðar.
7. 200.000 kr.
Pay-per-use Charging Structures in Open Wireless ad hoc Networks. Umsjónarmaður: Adam Bridgen.
Við úthlutun styrkjanna í dag kom fram að nokkur rannsóknaverkefnanna sem hlutu styrk hefðu ekki farið af stað ef þessi stuðningur Háskólasjóðs KEA hefði ekki komið til. Styrkþegar færðu KEA innilegar þakkir fyrir stuðninginn.