Sigtryggur Vagnsson deildarstjóri í Þingeyjardeild

Deildarfundur Þingeyjardeildar í gærkvöld fór fram í Stórutjarnarskóla.
Deildarfundur Þingeyjardeildar í gærkvöld fór fram í Stórutjarnarskóla.
Á síðasta deildarfundi KEA á þessu vori, í hinni nýju Þingeyjardeild, sem fór fram í Stórutjarnarskóla í gærkvöld, var Sigtryggur Vagnsson, Hriflu 2, kjörinn deildarstjóri til þriggja ára. Með honum í deildarstjórn voru kjörnir Sigurður Pálsson, Lækjavöllum, og Geir Árdal, Dæli. Varamenn voru kjörnÁ síðasta deildarfundi KEA á þessu vori, í hinni nýju Þingeyjardeild, sem fór fram í Stórutjarnarskóla í gærkvöld, var Sigtryggur Vagnsson, Hriflu 2, kjörinn deildarstjóri til þriggja ára. Með honum í deildarstjórn voru kjörnir Sigurður Pálsson, Lækjavöllum, og Geir Árdal, Dæli. Varamenn voru kjörnir Arnór Erlingsson, Þverá og Erlingur Teitsson, Brún. Fulltrúar á aðalfund KEA Aðalmenn: Sigtryggur Vagnsson, Hriflu 2 Sigurður Pálsson, Lækjavöllum Jón Hermannsson, Hvarfi Aðalsteinn Jónsson, Einarsstaðaskála Varamenn: Erlingur Teitsson, Brún Geir Árdal, Dæli Deildarfundurinn í Stórutjarnarskóla var fámennur, en engu að síður spunnust fjörugar umræður, fyrst og fremst varðandi fyrirtæki sem áður voru inni í KEA-samstæðunni en nú eru sjálfstæð hlutafélög að stórum hluta í eigu Kaldbaks fjárfestingarfélags hf. Þannig var mikið rætt um Norðlenska og greiðslur fyrirtækisins til bænda fyrir sauðfjárinnlegg. Eiríkur S. Jóhannsson sagði það ekkert launungarmál að Norðlenska hafi átt í vök að verjast en menn hefðu markað um það stefnu að verja fyrirtækið og byggja það upp að nýju og margt benti til þess að það væri að takast. Í máli Eiríks kom fram að Bústólpi hf., fóðurvörufyrirtæki, hafi skilað 14 milljóna króna hagnaði í fyrra.