Sauðfjárslátrun Norðlenska á Húsavík og Höfn hefur gengið einstaklega vel

Úr vinnslusal Norðlenska á Húsavík.
Úr vinnslusal Norðlenska á Húsavík.
Sauðfjárslátrun hjá Norðlenska á Húsavík hefur gengið sérlega vel það sem af er, að sögn Sigmundar Hreiðarssonar, vinnslustjóra fyrirtækisins á Húsavík. Afköst hafa verið mjög góð í sláturtíðinni og gæði hafa aldrei verið meiri. Gallaprósenta hefur legið nálægt 1%, sem að sögn Sigmundar er ótrúlega Sauðfjárslátrun hjá Norðlenska á Húsavík hefur gengið sérlega vel það sem af er, að sögn Sigmundar Hreiðarssonar, vinnslustjóra fyrirtækisins á Húsavík. Afköst hafa verið mjög góð í sláturtíðinni og gæði hafa aldrei verið meiri. Gallaprósenta hefur legið nálægt 1%, sem að sögn Sigmundar er ótrúlega góður árangur. Hin svokallaða haustslátrun hófst á Húsavík þann 22. ágúst sl. og síðan hefur verið slátrað alla virka daga. Að meðaltali hefur verið slátrað um 2.000 dilkum á dag, en gert hafði verið ráð fyrir að slátrað yrði um 1.950 dilkum á dag. Þann 5. október sl. var sett nýtt met hjá Norðlenska, því á Húsavík var slátrað 2.235 dilkum og þann sama dag var slátrað 1.104 dilkum á Höfn og í það heila var því 3.339 dilkum slátrað hjá Norðlenska þennan dag. Einstakur vinnuandi “Þetta hefur gengið alveg framúrskarandi vel og því þakka ég einstaklega samhentu starfsliði og góðri verkstjórn. Það leggjast hér allir á eitt um að hlutirnir gangi vel og vinnuandinn er alveg einstakur. Í sláturtíðinni eru um 85 Íslendingar starfandi hér í húsinu og um 50 erlendir starfsmenn af tíu þjóðernum – frá Bretlandi, Nýja-Sjálandi, Grænlandi, Finnlandi, Svíþjóð, Hollandi, Thailandi, Slóvakíu, Póllandi og Slóveníu. Þetta samstarf fólks af ólíkum uppruna hefur gengið framúrskarandi vel. Sumir þessara starfsmanna hafa verið hér áður í sláturtíð og nú þegar höfum við fengið óskir mörgum starfsmönnum um að fá að koma hér að ári. Um síðustu helgi var efnt til hópferðar með útlendingana í nágrannasveitir – m.a. Mývatnssveit og Laxárvirkjun – og síðan var grillað eftir að búið var að fara í Baðlónið í Mývatnssveit. Þetta tókst í alla staði mjög vel og útlendingarnir lýstu mikilli ánægju með þetta,” segir Sigmundur. Í sumar- og haustslátrun reiknar Sigmundur með að Norðlenska á Húsavík slátri samtals um 85 þúsund fjár og í fyrirtækinu í heild verði slátrað um 118-120 þúsund fjár. Gert er ráð fyrir að síðasti dagur í haustslátruninni á Húsavík verði fimmtudagurinn 27. október nk. Dilkar sem koma til slátrunar á Húsavík eru ívið vænni en sl. haust. Það sem af er sláturtíð er meðalfallþungi dilka ríflega 15 kíló, en Sigmundur telur að hann muni lækka eitthvað síðustu vikurnar og þegar upp verði staðið megi því reikna með meðalfallþunga rétt í kringum 15 kíló. Veruleg aukning í slátrun Norðlenska á Höfn Reiknað er með að slátra á bilinu 33-34 þúsund fjár hjá Norðlenska á Höfn, sem er fjölgun um sem næst 10 þúsund fjár frá síðustu sláturtíð. Haustslátrun hófst á Höfn þann 12. september sl. og síðan hefur verið slátrað alla virka daga. “Núna um helgina verðum við búnir að slátra um 18.500 fjár, en við reiknum með að ljúka slátrun eftir þrjár vikur – 28. október,” segir Einar Karlsson, sláturhússtjóri á Höfn. Fé úr Berufirði er nú flutt til slátrunar á Höfn, en í fyrra var fé af því svæði slátrað hjá Norðlenska á Húsavík. Þá eru um sex þúsund fjár úr frá nítján bændum í Vestur-Skaftafellssýslu - að stærstum hluta úr Skaftárhreppi og allt vestur í Álftaver - slátrað núna á Höfn, sem ekki var áður. “Við höfum fengið fyrirspurnir um slátrun víðar að – t.d. úr Landssveitinni – og við leggjum áherslu á að verða við öllum þessum óskum,” segir Einar og hvetur menn til þess að hafa samband við sig í síma 840 8870 vilji þeir leita eftir slátrun í haust. Að jafnaði er slátrað um 1000 fjár á dag, en afköstin hafa farið mest upp í um 1100 dilka á dag. Á bilinu 40-45 manns starfa hjá Norðlenska á Höfn í sláturtíðinni – þar af er um helmingur útlendingar – frá Svíþjóð, Tékklandi, Bretlandi, Póllandi, Slóveníu og Þýskalandi. “Ég hef ekki nákvæmar tölur yfir fallþunga, en mín tilfinning er að hann sé eilítið minni en í fyrra,” segir Einar og telur að óvenju kalt vor sé meginskýringin.