Á aðalfundi Kaldbaks fjárfestingarfélags hf. í dag. Á myndinni má sjá Benedikt Sigurðarson, formann stjórnar KEA svf., Tryggva Þór Haraldsson, stjórnarmann í Kaldbaki, Sigurð Jóhannesson, fyrrv. aðalfulltrúa KEA, og Kára Arnór Kárason, stjórnarmann í Kald
Á fyrsta aðalfundi Kaldbaks fjárfestingarfélags hf., sem var haldinn á Akureyri í dag, var annars vegar staðfest heimild til stjórnar um aukningu á hlutafé félagsins og hins vegar var staðfest heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutabréfum.
Tillögurnar á aðalfundinum í dag, sem voru staðfestar á móÁ fyrsta aðalfundi Kaldbaks fjárfestingarfélags hf., sem var haldinn á Akureyri í dag, var annars vegar staðfest heimild til stjórnar um aukningu á hlutafé félagsins og hins vegar var staðfest heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutabréfum.
Tillögurnar á aðalfundinum í dag, sem voru staðfestar á mótatkvæða, eru eftirfarandi:
Tillaga um heimild til aukningar á hlutafé
Aðalfundur Kaldbaks fjárfestingarfélags hf., haldinn 22. maí 2002, samþykkir heimild til félagsstjórnar að auka hlutafé félagsins um allt að 500.000.000.- að nafnverði þannig að heildarnafnverð hlutafjár geti orðið allt að 1.500.000.000.- og að við aukninguna munu núverandi hluthafar falla frá forkaupsrétti sínum. Heimild þessi gildir í 18 mánuði. Hluta af ofangreindri heimild eða 371.000.000.- að nafnverði skal nota til þess að efna samning félagsins dags. 6. mars 2002 við Samherja hf. og Lífeyrissjóð Norðurlands. Sem gagngjald fyrir aukningu hlutafjár í Kaldbaki greiða Samherji og Lífeyrissjóður Norðurlands skráð og óskráð verðbréf og verða verðmæti þeirra verðbréfa staðfest af endurskoðanda félagsins í samræmi við 37. gr. Laga nr. 5/1992 um hlutafélög.
Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutabréfum
Aðalfundur Kaldbaks fjárfestingarfélags hf., haldinn 22. maí 2002 samþykkir, með vísan í 55 gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995, að heimila félagsstjórn að kaupa hlutabréf í Kaldbaki fjárfestingarfélagi hf. að nafnverði allt að 137.100.000 króna. Kaupverð bréfanna er miðað við gengið 4 og er heimildin veitt til þess að efna samning félagsins við Kaupfélag Eyfirðinga svf. Dags. 6. mars 2002. Heimild þessi gildir í 18 mánuði.