Í júní síðastliðnum sendi KEA frá sér margmiðlunardisk sem hefur að geyma 120 ára sögu félagsins í máli og myndum. Diskurinn var þá sendur á heimili allra félagsmanna KEA og afhentur Minjasafninu á Akureyri, Iðnaðarsafninu, skólum og öðrum söfnum á svæðinu. Nú hefur efni disksins verið gert aðgengilegt hér í gegnum heimasíðu félagsins. Hægt er að ferðast um tímaás og skoða, meðal annars, ljósmyndir, upplýsingar um fyrirtæki, deildir og vörur KEA, hápunkta tiltekinna tímabila og lifandi myndefni.
Margmiðlunarefnið hefur hlotið góða dóma og mikilánægja hefur verið með útgáfuna enda er þarna á ferð yfirgripsmikil heimild umsögu KEA og samfélagsins sem það hefur starfað í.
Fyrirtækið Gagarín í Reykjavík vann margmiðlunarefnið, en þar er blandað saman myndvinnslu og textagerð með nýjustu tækni. Óskar Þór Halldórsson vann handritið, enmyndefni kemur frá fjölmörgum aðilum m.a. frá Minjasafninu, Ljósmyndasafni Reykjavíkur og fjölmörgum einkaaðilum. Eins og áður hefur komið fram var peningargjöf frá starfsmannafélagi KEA varið í framleiðslu efnisins enda tilgangur hennar sá að sögu KEA og starfsmanna þess yrðu gerð góð skil.