Rífandi stemning á sumarhátíð KEA á Glerártorgi

Krakkarnir frá grunnskólanum á Grenivík vöktu verðskuldaða athygli, en þeir fluttu syrpu af gömlum o…
Krakkarnir frá grunnskólanum á Grenivík vöktu verðskuldaða athygli, en þeir fluttu syrpu af gömlum og góðum Sjallalögum. Helena Eyjólfsdóttir var að sjálfsögðu mætt á svæðið og lýsti mikilli ánægju með framlag krakkanna.
Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í dag í verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri þar sem KEA bauð til veglegrar menningarveislu. Dagskráin, sem hófst kl. 13.30 og lauk laust fyrir kl. 17, var mjög fjölbreytt og höfðaði til allra aldurshópa. Þetta er í þriðja skipti sem efnt er til slíkrar menMikill fjöldi fólks lagði leið sína í dag í verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri þar sem KEA bauð til veglegrar menningarveislu. Dagskráin, sem hófst kl. 13.30 og lauk laust fyrir kl. 17, var mjög fjölbreytt og höfðaði til allra aldurshópa. Þetta er í þriðja skipti sem efnt er til slíkrar menningarhátíðar á Glerártorgi og hefur hún fest sig í sessi sem ómissandi liður í vorkomunni - þó svo að ekki hafi beint verið vorlegt í dag. Hið árlega hret sem tilheyrir aðalfundi KEA klikkaði ekki þetta árið!!