Gert er ráð fyrir að bora samtals um 1300 metra í bergi til að finna út heppilega legu Vaðlaheiðarganga.
Rannsóknaboranir vegna staðsetningar Vaðlaheiðarganga eru í fullum gangi, en þær annast Ræktunarsamband Flóa og Skeiða. Yfirumsjón með borununum hefur Ágúst Guðmundsson, jarðfræðingur.
Boranirnar hófust þann 20. júlí sl. við Skóga í Fnjóskadal og stóðu yfir í þrjá daga. Þessi fyrsti áfangi miðaðisRannsóknaboranir vegna staðsetningar Vaðlaheiðarganga eru í fullum gangi, en þær annast Ræktunarsamband Flóa og Skeiða. Yfirumsjón með borununum hefur Ágúst Guðmundsson, jarðfræðingur.
Boranirnar hófust þann 20. júlí sl. við Skóga í Fnjóskadal og stóðu yfir í þrjá daga. Þessi fyrsti áfangi miðaðist við að kanna þykkt lausra jarðlaga við Skóga vegna staðsetningar gangamunna.
Boranir hófust síðan á ný þann 9. ágúst sl. upp af Skógum og verða boraðir kjarnar úr berginu á nokkrum stöðum á líklegri gangaleið. Áætlað er að boranir standi yfir þar til í septemberlok og að boraðir verði um 1300 metrar í bergi.
Eins og kom fram á aðalfundi Greiðrar leiðar, framkvæmdafélagi vegna Vaðlaheiðarganga, þar sem KEA á 22,7% hlutafjár, í júní sl. er þess vænst að með þessum rannsóknaborunum fáist nauðsynlegar upplýsingar um jarðlög svæðisins, þar með talinn vatnsleka í berglögunum. Að borununum loknum tekur við úrvinnsla gagna, en gert er ráð fyrir að jarðfræðiupplýsingar fyrir hönnun ganganna gætu legið fyrir í árslok og jarðfræðiskýrsla vegna útboðs verði tilbúin í febrúar á næsta ári. Gert er ráð fyrir að kostnaður við rannsóknaboranir og úrvinnslu gagna geti numið allt að 60 milljónum króna.