Páll Ingvarsson deildarstjóri í Austur-Eyjafjarðardeild

Hluti fundarmanna á deildarfundi í Vestur-Eyjafjarðardeild í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit í gærkvöld…
Hluti fundarmanna á deildarfundi í Vestur-Eyjafjarðardeild í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit í gærkvöld.
Páll Ingvarsson, Reykhúsum, var kjörinn deildarstjóri í hinni nýju Austur-Eyjafjarðardeild KEA á deildarfundi í Freyvangi í gærkvöld. Páll var kjörinn deildarstjóri til þriggja ára. Með honum í deildarstjórn voru kjörnir til eins og tveggja ára Benjamín Baldursson, Ytri-Tjörnum, og Þórsteinn Arnar JPáll Ingvarsson, Reykhúsum, var kjörinn deildarstjóri í hinni nýju Austur-Eyjafjarðardeild KEA á deildarfundi í Freyvangi í gærkvöld. Páll var kjörinn deildarstjóri til þriggja ára. Með honum í deildarstjórn voru kjörnir til eins og tveggja ára Benjamín Baldursson, Ytri-Tjörnum, og Þórsteinn Arnar Jóhannesson, Bárðartjörn. Í varastjórn til eins árs voru kjörnir Árni Sigurlaugsson, Villingadal, og Ómar Þór Ingason, Neðri-Dálksstöðum. Goða-pylsurnar slá í gegn! Eins og á fyrri deildarfundum KEA gerði Eiríkur S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri, grein fyrir starfsemi KEA-samstæðunnar á síðasta ári og þeim breytingum sem ráðist var í með aðgreiningu KEA í annars vegar samvinnufélag og hins vegar fjárfestingarfélagið Kaldbak. Eiríkur nefndi m.a. í sinni yfirlitsræðu að rekstur Norðlenska hafi breyst mjög til betri vegar á síðustu mánuðum. Hann sagði að markmiðið væri að reka fyrirtækið á núlli í ár, en í fyrra var 270 milljóna króna tap á rekstrinum. Drjúgan hluta þess taps sagði Eiríkur að mætti rekja til kostnaðar sem hlaust af kaupum á kjötvinnslum og vörumerkjum Goða hf. Eiríkur sagði hins vegar að þessi kaup hafi sýnt sig að bera verulegan árangur. Meðal annars nefndi hann að Goða-pylsan svokallaða hafi sótt sig gríðarlega á markaðnum að undanförnu og nú væri svo komið að hún væri búin að slá út SS-pylsuna í sölu. Eiríkur nefndi einnig að rekstur Samkaupa hafi gengið vel á síðasta ári, hagnaðurinn hafi numið um 145 milljónum króna eftir skatta. Eiríkur sagði að í sínum huga væri Samkaup með bestan rekstur hérlendra matvörukeðja. Á síðasta ári breyttist launadeild KEA í fyrirtækið Grófargil og sagði Eirikur að í kjölfarið hafi umsvif fyrirtækisins aukist. Þannig hafi launadeildin keyrt út rétt um eitt þúsund launaseðla þegar hann hóf störf hjá KEA en nú keyrði Grófargil út nálægt 2000 launaseðlum í hverjum mánuði. Um fasteignafélagið Kletta sagði Eiríkur að þreifingar væru með að það yrði hluti af stærra félagi. Verðmæti fasteigna Kletta er um 1700 milljónir króna, en Eiríkur sagði æskilegt að slíkt félag yrði mun stærra. Eiríkur sagðist tvímælalaust fullyrða að Kaldbakur hf. væri sterkt félag. Það hefði verið sterkt áður en Samherji hf. og Lífeyrissjóður Norðurlands keyptu sig inn í það, en nú væri það enn sterkara. Þessi kaup hefðu verið til marks um að bæði Samherji og lífeyrissjóðurinnn hefðu metið Kaldbak góðan fjárfestingarkost og það segði sína sögu. Eiríkur upplýsti að Kaldbaki hafi þegar borist fyrirspurnir um möguleg kaup á eigin bréfum í félaginu. Eins og á fyrri fundum lagði Eiríkur S. Jóhannsson á það áherslu að því færi víðs fjarri að KEA væri úr sögunni. Undarlegt væri ef félag sem væri með öllu skuldlaust en ætti hátt í þriggja milljarða króna eignir væri dautt! Eiríkur sagði að í þessu felist mikil tækifæri fyrir samvinnufélagið, en stóra málið sé að félagar í KEA verði virkir og félagið verði því það sterka afl sem það hafi alla burði til þess að vera. Fulltrúar á aðalfund KEA svf. Eftirtaldir fulltrúar úr Austur-Eyjafjarðardeild voru kjörnir á aðalfund KEA svf. 19. júní nk.: Aðalmenn: Páll Ingvarsson, Reykhúsum Benjamín Baldursson, Ytri-Tjörnum Árni Sigurlaugsson, Villingadal Ómar Þór Ingason, Neðri-Dálksstöðum Eiríkur Hreiðarsson, Grísará Haukur Halldórsson, Þórsmörk Guðný Sverrisdóttir, Grenivík Þórsteinn Arnar Jóhannesson, Bárðartjörn Varamenn: Ólafur Thorlacius, Öxnafelli Helgi Örlygsson, Þórustöðum VII Sveinn Sigtryggsson, Áshóli I Helga Hallgrímsdóttir, Hvammi