16. júní, 2005
Efnt verður til opins kynningarfundar á Hótel KEA þriðjudaginn 21. júní kl. 12.10-13.20 þar sem kynnt verður verkefni sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri (RHA) hefur unnið að á undanförnum mánuðum undir heitinu: Millilandaflug frá Norður- og Austurlandi til Evrópu, en verkefni hefur verið kosEfnt verður til opins kynningarfundar á Hótel KEA þriðjudaginn 21. júní kl. 12.10-13.20 þar sem kynnt verður verkefni sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri (RHA) hefur unnið að á undanförnum mánuðum undir heitinu: Millilandaflug frá Norður- og Austurlandi til Evrópu, en verkefni hefur verið kostað af Kaupfélagi Eyfirðinga.
Njáll Trausti Friðbertsson, viðskiptafræðingur og flugumferðarstjóri, mun kynna verkefnið og niðurstöður þess fyrir hönd RHA, en í því var m.a. horft til möguleika á fjölgun erlendra ferðamanna til svæðisins, markaðarins í millilandaflugi fyrir heimamenn og vöruflutninga í flugi.
Að loknu framsöguerindi Njáls Trausta verða pallborðsumræður þar sem taka þátt Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri, Ásbjörn Björgvinsson, formaður stjórnar Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi, Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, Njáll Trausti Friðbertsson, skýrsluhöfundur, og Aðalsteinn Helgason, Samherja hf.
Fundarstjóri verður Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA.