Ný og glæsileg verslun Samkaupa í Mývatnssveit

Mývetningar og gestir þeirra fagna því í dag að opnuð við Reykjahlíð ný og glæsileg matvöruverslun, Strax, á vegum Samkaupa. Olíufélagið, Skútustaðahreppur og fjárfestingarfélagið Kaldbakur stofnuðu hlutafélag um byggingu húss fyrir nýju matvöruverslunina, Strax. Hlutafélagið lét byggja og innréttMývetningar og gestir þeirra fagna því í dag að opnuð við Reykjahlíð ný og glæsileg matvöruverslun, Strax, á vegum Samkaupa. Olíufélagið, Skútustaðahreppur og fjárfestingarfélagið Kaldbakur stofnuðu hlutafélag um byggingu húss fyrir nýju matvöruverslunina, Strax. Hlutafélagið lét byggja og innrétta 250 fermetra stálgrindahús og leigir það síðan Samkaupum fyrir Strax-verslunina. Í tengslum við verslunina er rekin ESSO-afgreiðslustöð þar sem gerðar eru meiri umhverfis- og öryggiskröfur en dæmi eru um annars staðar í sambærilegum rekstri hérlendis. Olíufélagið stjórnaði framkvæmdum í Mývatnssveit en Samkaup eru jafnframt með umboð fyrir Olíufélagið og í nýju versluninni er því unnt að fá á einum stað matvörur og rekstrarvörur til heimilisins, ferðamannavarning af ýmsu tagi og þjónustu sem tilheyrir bílnum.