Nánar um deildarfundina

Deildarfundir Kaupfélags Eyfirðinga svf. verða haldnir dagana 31. mars til 9. apríl. nk. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður á hverjum deildarfundi fjallað um ákveðið tiltekið viðfangsefni. Deildarfundirnir verða sem hér segir: Þingeyjardeild - Mánudagur 31. mars kl. 20.30 BreiðumýriDeildarfundir Kaupfélags Eyfirðinga svf. verða haldnir dagana 31. mars til 9. apríl. nk. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður á hverjum deildarfundi fjallað um ákveðið tiltekið viðfangsefni. Deildarfundirnir verða sem hér segir: Þingeyjardeild - Mánudagur 31. mars kl. 20.30 Breiðumýri Á fundinum verður fjallað um möguleika í uppbyggingu ferðaþjónustu í Suður-Þingeyjarsýslu. Söngsveitin Sálubót syngur fyrir fundargesti Út-Eyjafjarðardeild - Miðvikudagur 2. apríl kl. 17-19 Hús aldraðra í Ólafsfirði Fjallað verður um félags- og efnhagsleg áhrif jarðganga á Tröllaskaga og gerð grein fyrir niðurstöðum rannsókna Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri á þeim. Austur-Eyjafjarðardeild - Fimmtudagur 3. apríl kl. 20.30 Valsárskóli á Svalbarðseyri Á fundinum verður fjallað um samgöngur og fjarskiptamál. Birgir Guðmundsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri, ræðir um vegamál og Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Skríns, ræðir um fjarskiptamál. Karlakór Eyjafjarðar tekur lagið fyrir fundargesti Vestur-Eyjafjarðardeild - Þriðjudagur 8. apríl kl. 20.30 Þelamerkurskóli Á fundinum verða reifaðar hugmyndir um ýmsa þá framtíðarmöguleika/mögulega uppbyggingu sem tengjast Gásum, Möðruvöllum í Hörgárdal og Hrauni í Öxnadal. Akureyrardeild - Miðvikudagur 9. apríl kl. 16-19 Ketilhúsið Fundarefni nánar auglýst síðar.