Menningar- og viðurkenningarsjóður KEA úthlutar 8.150.000 kr. í styrki

Flugsafnið á Akureyri, til uppbyggingar safnsins (ein milljón króna) og Ferðafélag Akureyrar, vegna …
Flugsafnið á Akureyri, til uppbyggingar safnsins (ein milljón króna) og Ferðafélag Akureyrar, vegna uppbyggingar hálendismiðstöðvar í Drekagili í Ódáðahrauni (ein milljón króna), hlutu hæstu styrkina að þessu sinni.
Á aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga svf. á Akureyri í gærkvöld var tilkynnt um úthlutun úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA. Að þessu sinni bárust 119 styrkumsóknir í sjóðinn. Úthlutað var styrkjum til 38 einstaklinga og félagasamtaka, samtals að upphæð kr. 8.150.000. Styrkirnir verða afhentir á Á aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga svf. á Akureyri í gærkvöld var tilkynnt um úthlutun úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA. Að þessu sinni bárust 119 styrkumsóknir í sjóðinn. Úthlutað var styrkjum til 38 einstaklinga og félagasamtaka, samtals að upphæð kr. 8.150.000. Styrkirnir verða afhentir á veitingastaðnum Fiðlararanum á Akureyri mánudaginn 10. maí nk. kl. 16. Í flokki ungra afreksmanna bárust 17 styrkumsóknir og voru veittir 12 styrkir alls 1.900.000 kr. Sjö ungmenni hlutu kr. 200.000: Arnór Atlason, handboltamaður- Evrópumeistari í handknattleik. Árni Björn Þórarinsson, handboltamaður- Evrópumeistari í handknattleik. Ásgeir Alexandersson- til þátttöku á Ólympíuleikunum í eðlisfræði sem haldnir verða í S-Kóreu í júlí 2004. Finnur Dellsén - til þátttöku á Ólympíuleikunum í eðlisfræði. Sigurður Ægir Jónsson - til þátttöku á Ólympíuleikunum í eðlisfræði. Haukur Sigurðarson - til þátttöku á Ólympíuleikunum í eðlisfræði. Halldór B. Halldórsson, skákmaður - er Akureyrarmeistari og skákmeistari Norðlendinga. Fimm ungmenni hlutu kr. 100.000: Andrea Ösp Karlsdóttir, sundkona - á mörg Akureyrarmet í sundi, ung og upprennandi sundkona. Arnþór Bjarnason, íshokkí - æfir og keppir fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramótum. Guðmundur Ómarsson, skotamaður - keppir fyrir Íslands hönd í leirdúfuskotfimi. Ómar Smári Skúlason, íshokkí - á sæti í U-18 og U-20 ára í landsliði Íslands. Stefán Guðnason, handboltamaður - hefur verið valinn til æfinga og keppni með Evrópumeisturum síðasta árs. Í flokki A, málefnum einstaklinga, félaga eða hópa sem vinna að mikilvægum menningarmálum á félagssvæði KEA bárust 75 umsóknir. Veittir voru 20 styrkir eða alls kr. 2.000.000. Eftirtaldir aðilar hlutu kr. 100.000 hver: Glímuráð HSÞ – vegna ferðar fimm ungmenna til Kanada. Jón Laxdal Halldórsson, myndlistarmaður – vegna sýningar. Jóna Hlíf Halldórsdóttir, myndlistarmaður – vegna sýningar ungs fólks í Ketilhúsinu. Aaron og Helga Mitchell, myndlistarmenn – vegna sýningar. Stefán Magnússon – vegna endurbóta á minningarreit og minnisvarða um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Lionsklúbbur Siglufjarðar – til að lagfæra kirkjugarðinn á Hvanneyrarhólum. Myriam Dalstein – til að viðhalda byggingarlist svæðisins með endurbyggingu hlöðu. Félag eldri borgara í Dalvíkurbyggð og Hrísey – til þátttöku á kóramóti á Siglufirði. Harmonikufélag Þingeyinga – til hljóðritunar á leik félagsmanna. Söngfélagið Sálubót – vegna upptöku og útgáfu á geisladiski í tilefni 10 ára afmælis kórsins. Vorboðinn, kór eldri borgara Siglufirði – vegna kóramóts á Norðurlandi. Roar Kvam – vegna undirbúnings og æfinga með kvennakórnum Emblu. Safnahúsið á Húsavík – vegna uppbyggingar sjóminjasafns. Björn Þorláksson, rithöfundur – til ritstarfa. Steingrímur Kristinsson, Siglufirði – vegna vinnu við ljósmyndasafn. Fjölmennt, fullorðinsfræðsla fatlaðra – vegna ferðar starfsmanna til að kynna sér nýjungar sem tengjast kennslu og námsgagnagerð. Golfklúbburinn Hvammur – til lagfæringar og uppbyggingar vallarins. Baldvin Zóphaníasson – vegna heimildamyndar um “Sjallaárin”. Leikskólar Akureyrar – vegna verkefnisins “Bær í barnsaugum”. Norræna upplýsingastofan – vegna dönskunámskeiðs unglinga í Danmörku. Í flokki C, þátttökuverkefna bárust 8 umsóknir, veittir voru 6 styrkir að upphæð kr. 4.250.000. Eftirtaldir aðilar hlutu styrk: Flugsafnið á Akureyri – til uppbyggingar safnsins kr. 1000.000. Sögufélag Eyfirðinga- vegna útgáfu á Ábúenda- og jarðatali Stefáns Aðalsteinssonar kr. 500.000. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands – vegna tónleikahalds kr. 500.000. Listasumar á Akureyri – vegna sýninga kr. 750.000. Karlakór Akureyrar-Geysir – vegna útgáfu á geisladiski í tilefni 110 ára afmælis Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi kr. 500.000. Ferðafélag Akureyrar – vegna uppbyggingar í hálendismiðstöðinni við Drekagil í Ódáðahrauni kr. 1.000.000.