Flugsafnið á Akureyri, til uppbyggingar safnsins (ein milljón króna) og Ferðafélag Akureyrar, vegna uppbyggingar hálendismiðstöðvar í Drekagili í Ódáðahrauni (ein milljón króna), hlutu hæstu styrkina að þessu sinni.
Á aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga svf. á Akureyri í gærkvöld var tilkynnt um úthlutun úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA. Að þessu sinni bárust 119 styrkumsóknir í sjóðinn. Úthlutað var styrkjum til 38 einstaklinga og félagasamtaka, samtals að upphæð kr. 8.150.000.
Styrkirnir verða afhentir á Á aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga svf. á Akureyri í gærkvöld var tilkynnt um úthlutun úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA. Að þessu sinni bárust 119 styrkumsóknir í sjóðinn. Úthlutað var styrkjum til 38 einstaklinga og félagasamtaka, samtals að upphæð kr. 8.150.000.
Styrkirnir verða afhentir á veitingastaðnum Fiðlararanum á Akureyri mánudaginn 10. maí nk. kl. 16.
Í flokki ungra afreksmanna bárust 17 styrkumsóknir og voru veittir 12 styrkir alls 1.900.000 kr.
Sjö ungmenni hlutu kr. 200.000:
Arnór Atlason, handboltamaður- Evrópumeistari í handknattleik.
Árni Björn Þórarinsson, handboltamaður- Evrópumeistari í handknattleik.
Ásgeir Alexandersson- til þátttöku á Ólympíuleikunum í eðlisfræði sem haldnir verða í S-Kóreu í júlí 2004.
Finnur Dellsén - til þátttöku á Ólympíuleikunum í eðlisfræði.
Sigurður Ægir Jónsson - til þátttöku á Ólympíuleikunum í eðlisfræði.
Haukur Sigurðarson - til þátttöku á Ólympíuleikunum í eðlisfræði.
Halldór B. Halldórsson, skákmaður - er Akureyrarmeistari og skákmeistari Norðlendinga.
Fimm ungmenni hlutu kr. 100.000:
Andrea Ösp Karlsdóttir, sundkona - á mörg Akureyrarmet í sundi, ung og upprennandi sundkona.
Arnþór Bjarnason, íshokkí - æfir og keppir fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramótum.
Guðmundur Ómarsson, skotamaður - keppir fyrir Íslands hönd í leirdúfuskotfimi.
Ómar Smári Skúlason, íshokkí - á sæti í U-18 og U-20 ára í landsliði Íslands.
Stefán Guðnason, handboltamaður - hefur verið valinn til æfinga og keppni með Evrópumeisturum síðasta árs.
Í flokki A, málefnum einstaklinga, félaga eða hópa sem vinna að mikilvægum menningarmálum á félagssvæði KEA bárust 75 umsóknir. Veittir voru 20 styrkir eða alls kr. 2.000.000.
Eftirtaldir aðilar hlutu kr. 100.000 hver:
Glímuráð HSÞ vegna ferðar fimm ungmenna til Kanada.
Jón Laxdal Halldórsson, myndlistarmaður vegna sýningar.
Jóna Hlíf Halldórsdóttir, myndlistarmaður vegna sýningar ungs fólks í Ketilhúsinu.
Aaron og Helga Mitchell, myndlistarmenn vegna sýningar.
Stefán Magnússon vegna endurbóta á minningarreit og minnisvarða um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
Lionsklúbbur Siglufjarðar til að lagfæra kirkjugarðinn á Hvanneyrarhólum.
Myriam Dalstein til að viðhalda byggingarlist svæðisins með endurbyggingu hlöðu.
Félag eldri borgara í Dalvíkurbyggð og Hrísey til þátttöku á kóramóti á Siglufirði.
Harmonikufélag Þingeyinga til hljóðritunar á leik félagsmanna.
Söngfélagið Sálubót vegna upptöku og útgáfu á geisladiski í tilefni 10 ára afmælis kórsins.
Vorboðinn, kór eldri borgara Siglufirði vegna kóramóts á Norðurlandi.
Roar Kvam vegna undirbúnings og æfinga með kvennakórnum Emblu.
Safnahúsið á Húsavík vegna uppbyggingar sjóminjasafns.
Björn Þorláksson, rithöfundur til ritstarfa.
Steingrímur Kristinsson, Siglufirði vegna vinnu við ljósmyndasafn.
Fjölmennt, fullorðinsfræðsla fatlaðra vegna ferðar starfsmanna til að kynna sér nýjungar sem tengjast kennslu og námsgagnagerð.
Golfklúbburinn Hvammur til lagfæringar og uppbyggingar vallarins.
Baldvin Zóphaníasson vegna heimildamyndar um Sjallaárin.
Leikskólar Akureyrar vegna verkefnisins Bær í barnsaugum.
Norræna upplýsingastofan vegna dönskunámskeiðs unglinga í Danmörku.
Í flokki C, þátttökuverkefna bárust 8 umsóknir, veittir voru 6 styrkir að upphæð kr. 4.250.000.
Eftirtaldir aðilar hlutu styrk:
Flugsafnið á Akureyri til uppbyggingar safnsins kr. 1000.000.
Sögufélag Eyfirðinga- vegna útgáfu á Ábúenda- og jarðatali Stefáns Aðalsteinssonar kr. 500.000.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands vegna tónleikahalds kr. 500.000.
Listasumar á Akureyri vegna sýninga kr. 750.000.
Karlakór Akureyrar-Geysir vegna útgáfu á geisladiski í tilefni 110 ára afmælis Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi kr. 500.000.
Ferðafélag Akureyrar vegna uppbyggingar í hálendismiðstöðinni við Drekagil í Ódáðahrauni kr. 1.000.000.