KEA, á stærstan hlut í Norðlenska eða 45% hlutafjár. Samkvæmt hluthafasamkomulagi KEA og Búsældar – framleiðendafélags frá árinu 2004 er gert ráð fyrir að Búsæld eignist öll hlutabréf í Norðlenska og kveður það á um að fyrir mitt yfirstandandi ár taki Búsæld og KEA upp viðræður um kaup Búsældar á hlut KEA í Norðlenska.
Til grundvallar verði lagt mat óháðs utanaðkomandi aðila á verðmæti Norðlenska. Endurskoðunarfyrirtækið KPMG annast þetta verðmat og er sú vinna hafin.
Sem fyrr segir á KEA 45% hlutafjár í Norðlenska. Búsæld er næststærsti hluthafinn með 39,45% hlut.