Kjötiðnaðarmenn Norðlenska sópuðu að sér verðlaunum á sýningunni Matur 2004

Verðlaunahafarnir frá Norðlenska Fyrir miðju í fremri röð er Elvar Óskarsson, Kjötmeistari Íslands.
Verðlaunahafarnir frá Norðlenska Fyrir miðju í fremri röð er Elvar Óskarsson, Kjötmeistari Íslands.
Kjötiðnaðarmenn Norðlenska voru sigursælir á sýningunni Matur 2004 sem haldin var í Kópavogi um liðna helgi. Sex kjötiðnaðarmenn fyrirtækisins tóku þátt í sérstakri keppni sem tengdist sýningunni og unnu allir til verðlauna. Hápunkturinn var útnefning Kjötmeistara Íslands, sem að þessu sinni var ElvKjötiðnaðarmenn Norðlenska voru sigursælir á sýningunni Matur 2004 sem haldin var í Kópavogi um liðna helgi. Sex kjötiðnaðarmenn fyrirtækisins tóku þátt í sérstakri keppni sem tengdist sýningunni og unnu allir til verðlauna. Hápunkturinn var útnefning Kjötmeistara Íslands, sem að þessu sinni var Elvar Óskarsson frá Norðlenska. Hann sigraði með yfirburðum, hlaut 298 stig af 300 mögulegum. Alls fengu starfsmenn Norðlenska 15 gullverðlaun, 12 silfurverðlaun og 7 bronsverðlaun á sýningunni og að auki fengu vörur þeirra viðurkenningar frá Landssambandi sauðfjárbænda og Svínaræktarfélagi. Kjötmeistarinn með sex gullframleiðsluvörur Elvar Óskarsson fékk gullverðlaun fyrir Olsen salami, Bratwurst pylsur, lifrarpylsu, Pedersen salami, vínarpylsur og hangilæri. Þá fékk Elvar sérstök verðlaun fyrir Bratwurst pylsur sem bestu afurð úr svínakjöti en þau verðlaun voru gefin af Svínaræktarfélagi Íslands. Aðrir kjötiðnaðarmenn Norðlenska unnu einnig til verðlauna. Arnar Guðmundsson, Kjötmeistari Íslands frá síðustu keppni, hafnaði í 3 sæti með 292 stig og þrenn gullverðlaun. Þá hlaut hann “Lambaorðuna” sem veitt var af Landssambandi sauðfjárbænda þeim kjötiðnaðarmanni sem flest stig hlaut fyrir innsendar vörur úr lambakjöti. Kristján R. Arnarson hafnaði í 5. sæti í keppninni um Kjötmeistara Íslands með 290 stig og þrenn gullverðlaun. Að auki fékk Óskar Erlendsson tvenn gullverðlaun og Rögnvaldur Óli Pálmason eitt gull. Óskar sendi tvær vörur inn í keppnina en tók ekki þátt í heildarstigakeppninni. Mikilvægt að koma stöðugt fram með nýjungar ”Þessi árangur er mjög glæsilegur og sýnir hæfileika kjötiðnaðarmanna okkar. Um leið er þetta staðfesting á gæðum þeirra framleiðsluvara sem Norðlenska er með á neytendamarkaði en allar þær vörur sem nú fengu viðurkenningu á Matur 2004 eru í framleiðslu hjá Norðlenska. Okkar áhersluefni er að vera sífellt vakandi fyrir nýjungum í framleiðslu og þar stöndum við vel að vígi, hafandi þessa hæfu kjötiðnaðamenn innan okkar raða,” segir Karl Steinar Óskarsson, markaðsstjóri Norðlenska.