Styrkþegar eftir úthlutun í dag ásamt Alfreð Gíslasyni og Halldóri Jóhannssyni framkvæmdastjóra KEA
KEA úthlutaði í dag styrkjum úr tveimur flokkum Menningar- og viðurkenningarsjóðs. Annars vegar var um að ræða úthlutun íþróttastyrkja og hins vegar styrki sem veittir voru ungum afreksmönnum á sviði mennta, lista og íþrótta.Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari í handbolta afhenti styrkina við athöfn í Ketilhúsinu á Akureyri.
Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn í apríl síðastliðnum og bárust 34 umsóknir í flokki ungra afreksmanna en 16 umsóknir um íþróttastyrki. Alls komu 4,8 milljónir til úthlutunar, 7 aðilar hlutu íþróttastyrk en styrkir í flokki ungra afreksmanna voru 21.
Styrkþegar voru þessir:
Ungir afreksmenn kr. 200.000.-
- Birkir Árnason - íshokkí.
- Rut Sigurðardóttir - taekwondo.
Ungir afreksmenn kr. 150.000.-
- Auðrún Aðalsteinsdóttir - söngkona.
- Snorri Páll Guðbjörnsson - skíði.
- Elvar Örn Sigurðsson – frjálsar íþróttir.
- Baldvin Þór Gunnarsson – motorcross.
- Íris Guðmundsdóttir - skíði.
- Ebba Karen Garðarsdóttir - frjálsar íþróttir.
- Elfar Halldórsson - golf.
- Elmar Kristjánsson - handknattleikur.
- Hákon Stefánsson - handknattleikur.
- Svavar Ingvarsson – frjálsar íþróttir.
- Aron E.B. Gunnarsson - knattspyrna.
- Ragnheiður Jónsdóttir - fiðluleikari.
Ungir afreksmenn kr. 100.000.-
- Heiðar Þór Aðalsteinsson - handknattleikur.
- Sigrún Ísleifsdóttir - sund.
- Bergling Ósk Kristjánsdóttir - frjálsar íþróttir.
- Tomasz Kolosowski - fiðluleikari.
- Jón Björn Vilhjálmsson – frjálsar íþróttir.
- Orri Blöndal - íshokkí.
- Selmdís Þráinsdóttir – frjálsar íþróttir.
Íþróttastyrkir
- Fimleikafélag Akureyrar til tækjakaupa og áframhaldandi uppbyggingar á góðu starfi (kr. 500.000.-).
- Blaksamband Íslands í samvinnu við Blakdeild KA vegna vinnu við útbreiðslu og eflingu á krakkablaki á félagssvæði KEA frá Siglufirði í vestri til Þórshafnar og Mývatnssveitar í austri (kr. 500.000.-).
- UNÞ fótboltafélag fá styrk til búningakaupa (kr. 75.000.-).
- Barna- og unglingaráð knattspyrnunnar á Dalvík fá styrk til búnaðarkaupa sem eru nauðsynleg til áframhaldandi uppbyggingar á fótboltaæfingum og Strandamóti (kr. 200.000.-).
- Skautafélag Akureyrar – Listhlaupsdeild, vegna æfingabúða í Slovakiu í sumar (kr. 225.000.).
- Hamar, útilífs og umhverfismiðstöð skáta til að byggja upp Frisbee golfvöll ( kr. 250.000.-).
- Blakdeild KA vegna ferða 6 iðkenda í æfingabúðir erlendis (kr. 150.000).