KEA tók þátt í stofnun Greiðrar leiðar ehf. undirbúningsfélags um gerð jarðganga undir Vaðlaheiði, en undirbúningsfundur var haldinn sl. föstudag í Valsárskóla á Svalbarðsströnd. Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, var kjörinn í þriggja manna stjórn félagsins, en auk hans eru í stjórninni ÁsgeirKEA tók þátt í stofnun Greiðrar leiðar ehf. undirbúningsfélags um gerð jarðganga undir Vaðlaheiði, en undirbúningsfundur var haldinn sl. föstudag í Valsárskóla á Svalbarðsströnd. Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, var kjörinn í þriggja manna stjórn félagsins, en auk hans eru í stjórninni Ásgeir Magnússon og Pétur Þór Jónasson.
Þessu nýja félagi er ætlað að standa að nauðsynlegum undirbúningi fyrir stofnun félags um gerð og rekstur jarðganga undir Vaðlaheiði, m.a. kynningarstarf, áætlanagerð og samninga við ríkið og fjárfesta.
Mikill áhugi á þessu máli kom fram á stofnfundinum sl. föstudag og til marks um það taka öll 20 sveitarfélög á Norðurlandi eystra þátt í stofnun Greiðrar leiðar ehf. Þar að auki koma tíu fyrirtæki að félaginu. Þar af leggur KEA fram eina milljón króna sem stofnfé. Önnur fyrirtæki sem leggja fram hlutafé í félagið eru Alli Geira ehf., Brim ehf., Flytjandi-Eimskip, Gríma ehf., Norðurmjólk, Norðlenska, Skipaafgreiðsla Húsavíkur og Vélsmiðja Steindórs.
Hlutafé félagsins er 4,4 milljónir króna og leggur Akureyrarbær fram 1,6 milljónir króna. Þingeyjarsveit, austan Vaðlaheiðir, leggur fram hálfa milljón króna til félagsins.