24. apríl, 2002
Kaupfélag Eyfirðinga svf. er tilbúið að eiga tímabundið allt að 16% hlut í Norðurmjólk, en eins og kunnugt hefur fjárfestingafélagið Kaldbakur lýst áhuga á að selja hlutafé sitt í Norðurmjólk. Félagsfundur í Auðhumlu - samvinnufélagi mjólkurframleiðenda á samlagssvæði Norðurmjólkur, samþykkti fyrr íKaupfélag Eyfirðinga svf. er tilbúið að eiga tímabundið allt að 16% hlut í Norðurmjólk, en eins og kunnugt hefur fjárfestingafélagið Kaldbakur lýst áhuga á að selja hlutafé sitt í Norðurmjólk. Félagsfundur í Auðhumlu - samvinnufélagi mjólkurframleiðenda á samlagssvæði Norðurmjólkur, samþykkti fyrr í vikunni að veita stjórn Auðhumlu heimild til kaupa á auknum hlut í Norðurmjólk, en fyrir á Auðhumla um þriðjung hlutafjár í Norðurmjólk á móti Kaldbaki. Við það er miðað að auk Auðhumlu kaupi Mjólkurbú Flóamanna hlut í Norðurmjólk, svo og Mjólkursamsalan og Kaupfélag Skagfirðinga og eins og áður segir hefur stjórn KEA svf. staðfest að félagið sé tilbúið að taka þátt í kaupum á hlutafé í Norðurmjólk.