18. desember, 2002
Stjórn KEA hefur samþykkt að lýsa vilja til þess að koma að könnun á því að stofna einhvers konar styrktar- eða lánasjóð til stuðnings mjólkurframleiðendum á starfssvæði Norðurmjólkur, en Norðurmjólk sendi KEA svf. erindi þar að lútandi. Stjórn KEA hvetur til þess að leitað verði til opinberra aðilaStjórn KEA hefur samþykkt að lýsa vilja til þess að koma að könnun á því að stofna einhvers konar styrktar- eða lánasjóð til stuðnings mjólkurframleiðendum á starfssvæði Norðurmjólkur, en Norðurmjólk sendi KEA svf. erindi þar að lútandi. Stjórn KEA hvetur til þess að leitað verði til opinberra aðila, t.d. Byggðastofnunar, um beina aðkomu að verkefninu með fjármögnun og/eða ábyrgðum.