Aldrei áður hafa fyrirtæki lagt Listasumri á Akureyri lið með jafn myndarlegum hætti og í ár. Hér er horft upp Listagilið svokallaða í hjarta Akureyrar - þar sem gömlu KEA-húsunum hefur smám saman verið breytt í menningarmiðstöðvar.
Kaupfélag Eyfirðinga svf. styrkir starfsemi Listasumars 2002 á Akureyri um 750 þúsund krónur. Þrjú önnur fyrirtæki leggja Listasumri fjárhagslegt lið, Útgerðarfélag Akureyringa, Flytjandi og Eimskip-Akureyri. Samtals nemur stuðningur þessara fyrirtækja við Listasumar um 2 milljónum króna og hafa fyrKaupfélag Eyfirðinga svf. styrkir starfsemi Listasumars 2002 á Akureyri um 750 þúsund krónur. Þrjú önnur fyrirtæki leggja Listasumri fjárhagslegt lið, Útgerðarfélag Akureyringa, Flytjandi og Eimskip-Akureyri. Samtals nemur stuðningur þessara fyrirtækja við Listasumar um 2 milljónum króna og hafa fyrirtæki aldrei áður lagt Listasumri lið með svo myndarlegum hætti.
Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA svf., segir mikilvægt að styðja við bakið á þessari ört vaxandi menningarhátíð og vert sé að hafa í huga að stuðningur KEA falli vel að þeirri stefnumótun sem stjórn KEA hafi nú staðfest þar sem m.a. sé gert ráð fyrir að styðja menningarstarfsemi á félagssvæðinu. "Það er vissulega ánægjulegt að geta með þessum hætti lagt þessu góða starfi lið og vonandi er þessi fjárhagsstyrkur KEA og annarra aðila sem að þessu koma til þess fallinn að gera forsvarsmönnum Listasumars mögulegt að gera enn betur en áður," sagði Benedikt.
Listasumar 2002 skartar verulega glæsilegri menningardagskrá og segja forsvarsmenn þess að styrkur áðurnefndra fyrirtækja geri mögulegt að gera góða dagskrá enn veglegri.
Akureyrarbær leggur fjármuni til Listasumars eins og áður, en viðbót fyrirtækjanna fjögurra er kærkomin, að sögn forsvarsmanna þessarar árvissu listahátíðar á Akureyri, sem nýtur vaxandi vinsælda ár frá ári, jafnt meðal bæjarbúa sem gesta.