Það voru kát og glöð börn sem útskrifuðust úr Vísindaskóla unga fólksins í Háskólanum á Akureyri, föstudaginn 26. júní.
Börnin voru búin að vera í skólanum í eina viku og taka þátt í fimm ólíkum þemadögum sem tengjast hefðbundnu námi skólans. Þemun voru: Undur náttúrunnar, Fjölmiðlar í leik og starfi, Heilbrigði, Spriklandi fiskur og matardiskur og Kynleg menning.
Eins og fram kemur á heimasíðu KEA hlaut Vísindaskólinn styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA í desember 2014.