Vinnustofan hófst í Ketilhúsinu á Akureyri í dag og verður fram haldið á á morgun, laugdardag.
Kaupfélag Eyfirðinga svf. styrkir "Vinnustofu um menningarmál", sem hófst í Ketilhúsinu á Akureyri í dag og verður fram haldið á morgun, laugardag. Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, flutti upphafsávarp á vinnustofunni í dag.
Tveimur meginspurningum verður leitast við að svara á þessu málþingiKaupfélag Eyfirðinga svf. styrkir "Vinnustofu um menningarmál", sem hófst í Ketilhúsinu á Akureyri í dag og verður fram haldið á morgun, laugardag. Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, flutti upphafsávarp á vinnustofunni í dag.
Tveimur meginspurningum verður leitast við að svara á þessu málþingi. Annars vegar hvaða markmiðum menningarlífíð á Akureyri eigi að þjóna og hins vegar hvernig samfélagið stilli saman strengi sína.
Í kynningu á vinnustofunni segir m.a.: "Markmið vinnustofunnar er að kalla saman áhugafólk úr sem flestum áttum til að ræða um hver helstu markmið með menningarstarfi á Akureyri ættu að vera ef horft er til ársins 2008. Niðurstöður á að nota til leiðbeiningar eða úrlausnar fyrir þá sem koma að skipulagningu menningarstarfs. Jafnframt er markmiðið að leita leiða sem eru líklegar til að auka samvinnu og samlegðaráhrif allra þeirra sem skapa, skipuleggja, njóta eða gætu hugsað sér að njóta menningarviðburða á svæðinu."