KEA hefur samið um fjárhagslegan stuðning við gerð tíu sjónvarpsþátta um snocross og fær á móti kynningu á félaginu í þáttunum.
Keppnistímabil snocrossmanna er að hefjast og verður fyrsta keppnin í Íslandsmeistaramótinu um næstu helgi í Mývatnssveit. Síðan rekur hver keppnin aðra, önnur keppnin veKEA hefur samið um fjárhagslegan stuðning við gerð tíu sjónvarpsþátta um snocross og fær á móti kynningu á félaginu í þáttunum.
Keppnistímabil snocrossmanna er að hefjast og verður fyrsta keppnin í Íslandsmeistaramótinu um næstu helgi í Mývatnssveit. Síðan rekur hver keppnin aðra, önnur keppnin verður á Húsavík 22.-23. mars, sú þriðja á Akureyri 5.-6. apríl, fjórða keppnin verður í Ólafsfirði um páskahelgina og sú síðasta á Egilsstöðum 26.-27. apríl.
Þessum keppnum verða gerð ítarleg skil í tíu þáttum í Ríkissjónvarpinu og var fyrsti þátturinn á dagskrá sl. fimmtudag. Samver á Akureyri annast gerð þáttanna.