KEA hefur undanfarin ár styrkt Jólaaðstoðina á Akureyri og hefur Halldór Jóhannsson fyrir hönd KEA afhent forsvarsmönnum aðstoðarinnar styrk að fjárhæð 750.000 kr.
Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og nágrennis, Hjálpræðisherinn á Akureyri, Rauði krossinn við Eyjafjörð og Hjálparstarf kirkjunnar hafa allt frá árinu 2013 unnið saman að því að veita efnaminni einstaklingum og fjölskyldum aðstoð fyrir jólin í formi gjafakorta í matvöruverslunum. Að sögn Sigríðar M. Jóhannsdóttur, formanns Mæðrastyrksnefndar, er ásókn mikil eins og síðustu ár.
Við gjöfinni tóku Sigríður M. Jóhannsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd og og Elín Kjaran frá Hjálpræðishernum.