KEA hefur veitt samstarfsaðilum Jólaaðstoðar styrk að upphæð 750.000.-kr.
Styrknum er ætlað að létta undir með þeim sem þarfnast aðstoðar fyrir jólin. Jólaastoðin er samstarfsverkefni Mæðrastyrksnefndar á Akureyri, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri og Rauða krossins við Eyjafjörð. Undanfarin ár hafa þessir aðilar tekið höndum saman til að einfalda fólki að sækja um aðstoð fyrir jólin.