Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA afhenti í dag peningagjöf uppá kr. 700.000.- til jólaaðstoðar á Eyjafjarðarsvæðinu. Gjöfin er ætluð til að létta undir með fólki sem þarfnast aðstoðar fyrir jólin.
Jólaaðstoð er samstarfsverkefni Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri og Rauða krossins við Eyjafjörð. Þessi samtök hafa unnið saman undanfarin ár og hefur það samstarf gefist vel.
Hafsteinn Jakobsson og Sigurveig Bergsteinsdóttir tóku við gjöfinni og sögðu að framlag KEA kæmi að góðum notum. Þau reikna með að úthluta um það bil 300 styrkjum í formi greiðslukorta.