KEA styrkir arkitektasamkeppni um Miðbæinn á Akureyri

Ragnar Sverrisson, tillöguflutningsmaður, á tali við aðra fundarmenn.
Ragnar Sverrisson, tillöguflutningsmaður, á tali við aðra fundarmenn.
Á aðalfundi KEA í gærkvöld komu fram tvær tillögur sem báðar voru samþykktar. Fyrri tillagan var frá Ragnari Sverrissyni, kaupmanni í JMJ á Akureyri, og hljóðar svo: “Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga Akureyri 2004 telur miklu skipta fyrir þróun Akureyrar og Eyjafjarðar að Miðbærinn verði efldÁ aðalfundi KEA í gærkvöld komu fram tvær tillögur sem báðar voru samþykktar. Fyrri tillagan var frá Ragnari Sverrissyni, kaupmanni í JMJ á Akureyri, og hljóðar svo: “Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga Akureyri 2004 telur miklu skipta fyrir þróun Akureyrar og Eyjafjarðar að Miðbærinn verði efldur þannig að hann geti gegnt hlutverki sínu sem kjarni verslunar, þjónustu og menningarviðburða í framtíðinni. Fundurinn felur því stjórn félagsins að leggjast á sveif með öðrum hagsmunaaðilum í þessu máli ásamt bæjaryfirvöldum og samþykkir að leggja fram tvær milljónir króna á ári næstu þrjú árin – alls sex milljónir króna – til að vinna að mótun nýs heildarskipulags Miðbæjarins.” Ætlun áhugahópsins mun vera að efna til viðamikllar evrópskrar arkitektasamkeppni um heildarskipulag miðbæjarsvæðins á Akureyri, allt frá Glerártorgi og inn fyrir Samkomuhúsið. Hin tillagan kom frá Bjarna Hafþóri Helgasyni á Akureyri. Tillagan er svohljóðandi: “Aðalfundur KEA 2004 fagnar samþykkt stjórnar félagsins um fjárframlag til Greiðrar leiðar ehf. vegna undirbúningsrannsókna við gerð jarðganga um Vaðlaheiði. Aðalfundurinn samþykkir að félagið beiti sér sem forystuaðili við fjármögnun þessa verkefnis og felur stjórn að fylgja því eftir án annarra skilyrða en fjárfestingarstefna félagsins setur.”