17. desember, 2007
KEA hefur fært Hjálparstarfi kirkjunnar 70 matarpoka, sem verða afhentir skjólstæðingum Hjálparstarfsins núna í aðdraganda jólanna. Þetta er fjórða árið í röð sem KEA réttir Hjálparstarfi kirkjunnar hjálparhönd með þessum hætti, en í hverjum matarpoka er KEA-hamborgarhryggur frá Norðlenska og meðlæti.Úthlutun Hjálparstarfs kirkjunnar hefst í dag, 17. desember, í Glerárkirkju á Akureyri og stendur til 22. desember. Beiðnir um aðstoð berast prestum á Eyjafjarðarsvæðinu og í Þingeyjarsýslum og þeir vísa þeim síðan til Hjálparstarfs kirkjunnar. “Fyrir marga eru það ákaflega þung spor að leita aðstoðar,” segir Jón Oddgeir og er afar þakklátur fyrir þann stuðning sem KEA í samstarfi við Norðlenska hafi sýnt Hjálparstarfi kirkjunnar með þessum hætti.