30. nóvember, 2005
Forsvarsmenn KEA hafa með bréfi dagsettu í gær, 29. nóvember, óskað formlega eftir fundi með Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráðherra, til að ræða möguleika á því með hvaða hætti KEA gæti stutt uppbyggingu á Matvælarannsóknastofnun að hluta eða öllu leyti á félagssvæði KEA.
Nú liggur fyrir að ríkisForsvarsmenn KEA hafa með bréfi dagsettu í gær, 29. nóvember, óskað formlega eftir fundi með Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráðherra, til að ræða möguleika á því með hvaða hætti KEA gæti stutt uppbyggingu á Matvælarannsóknastofnun að hluta eða öllu leyti á félagssvæði KEA.
Nú liggur fyrir að ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja fram frumvarp á Alþingi um Matvælarannsóknarstofnun. Stjórn KEA hefur með bókun frá 28. apríl sl. lýst vilja til að taka þátt í undirbúningi og kostnaði við flutning opinberra stofnana og útvistun einstakra verkþátta á vegum ríkisstofnana og ráðuneyta til félagssvæðis KEA.
Til stendur að stofna hlutafélag um rekstur Matvælarannsóknastofnunar og hefur KEA áhuga á að skoða fjárfestingu í því félagi auk þess að skoða ýmsa aðra aðkomu að verkefninu. Þá hefur KEA einnig áhuga á því að útvega og eiga húsnæði fyrir Matvælarannsóknastofnun gegn langtímaleigusamningi.
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Iðntæknistofnun, sem munu tengjast hinni nýju Matvælarannsóknarstofnun, eru nú þegar með starfsemi á Akureyri í nánu sambýli við Háskólann á Akureyri. Matvælarannsóknastofnun væri vel sett á félagssvæði KEA, því auk öflugs og vaxandi háskólaumhverfis eru burðarásar atvinnulífsins á svæðinu á sviði matvæla hvort sem um er að ræða framleiðslu tengda sjávarútvegi eða landbúnaði.