Á fjölmennum fundi sem var haldinn á Akureyri sl. mánudag, 12. ágúst, lýsti Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA, vilja Kaupfélags Eyfirðinga til þess að koma að stofnun undirbúningsfélags vegna hugsanlegra Vaðlaheiðarganga.
Á undirbúningsfundinum rakti Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Á fjölmennum fundi sem var haldinn á Akureyri sl. mánudag, 12. ágúst, lýsti Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA, vilja Kaupfélags Eyfirðinga til þess að koma að stofnun undirbúningsfélags vegna hugsanlegra Vaðlaheiðarganga.
Á undirbúningsfundinum rakti Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og formaður Eyþings, aðdraganda málsins og þær hugmyndir sem hafa verið uppi um hugsanleg jarðgöng undir Vaðlaheiði. Einnig kynnti Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi og stjórnarformaður Spalar, félags um Hvalfjarðargöng, reynslu manna af undirbúningi og rekstri Hvalfjarðarganganna. Þá greindi Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, frá fyrirliggjandi rannsóknum vegna Vaðlaheiðarganga. Fram kom að Vegagerðin áætlar að kostnaður við gerð slíkra ganga sé um 4,4 milljarðar króna.
Ljóst er að mikill áhugi er á gerð jarðganga undir Vaðlaheiði og málið verður áfram unnið á næstu vikum og mánuðum. Þannig er stefnt að því að fyrir árslok verði Eyþing, samtök sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, búið að vinna að stofnsetningu undirbúningsfélags vegna Vaðlaheiðarganga, sem KEA er eins og áður segir tilbúið að koma að með einum eða öðrum hætti.