KEA kaupir stóran hlut í MT-bílum í Ólafsfirði

Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga svf. samþykkti á fundi sínum í gær að kaupa stóran hlut í MT-bílum í Ólafsfirði. KEA kaupir 17 milljóna króna hlut af 25 milljóna króna hlutafjáraukningu í fyrirtækinu. Eftir hlutafjáraukninguna á Nýsköpunarsjóður 31.08% hlut í fyrirtækinu, Sigurjón Magnússon, stofnandi Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga svf. samþykkti á fundi sínum í gær að kaupa stóran hlut í MT-bílum í Ólafsfirði. KEA kaupir 17 milljóna króna hlut af 25 milljóna króna hlutafjáraukningu í fyrirtækinu. Eftir hlutafjáraukninguna á Nýsköpunarsjóður 31.08% hlut í fyrirtækinu, Sigurjón Magnússon, stofnandi og framkvæmdastjóri MT-bíla 27.69%, KEA svf. 20.92% og Tækifæri hf. 20.31%. Nýverið samþykkti bæjarstjórn Ólafsfjarðar að kaupa 3 milljóna hlut í fyrirtækinu og koma þeir fjármunir inn í fyrirtækið á næstu þremur árum. Verkefnastaða MT-bíla er mjög góð um þessar mundir. Annan laugardag, 27. apríl, mun fyrirtækið afhenda Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins nýja Scania slökkvibifreið, þá fullkomnustu sem MT-bílar hafa smíðað til þessa. Nú eru í smíðum þrjár slökkvibifreiðar, ein fer til Tálknafjarðar, önnur til Færeyja og samningar eru á lokastigi um þá þriðju. Á næsta ári liggur fyrir að afhenda tvær slökkvibifreiðar, önnur er fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og hin fer til Bolungarvíkur.