KEA hefur keypt rúmlega 8% eignarhlut í framtakssjóðnum TFII slhf. sem er í umsýslu Íslenskra verðbréf hf. á Akureyri. Sjóður þessi var settur á laggirnar á árinu og er ætlað að fjárfesta í óskráðum milli- og meðalstjórum fyrirtækjum óháð atvinnugreinum. Aðaláherslan verður á fyrirtæki utan höfuðborgarsvæðisins. Hluthafar eru um 18 talsins og stærð sjóðsins í upphafi er um 3 milljarðar en stefnt er á sjóðurinn verði 5 milljarðar. Fjárfestingatímabil er 3 ár frá fyrstu lokun og leitast verður við að selja allar fjárfestingar sjóðsins innan 5 ára frá lokun fjárfestingatímabils.