KEA kaupir 70% í Ásprenti-Stíl

Kaupfélag Eyfirðinga svf. hefur keypt 70% eignarhlut í Ásprenti-Stíl á Akureyri. Aðrir eigendur að fyrirtækinu eftir þessi kaup eru Einar Árnason, framleiðslustjóri í Ásprenti-Stíl (20%) og Ómar Pétursson, framkvæmdastjóri Ásprents-Stíls (10%). Við sameiningu Burðaráss við Kaldbak á síðasta ári fKaupfélag Eyfirðinga svf. hefur keypt 70% eignarhlut í Ásprenti-Stíl á Akureyri. Aðrir eigendur að fyrirtækinu eftir þessi kaup eru Einar Árnason, framleiðslustjóri í Ásprenti-Stíl (20%) og Ómar Pétursson, framkvæmdastjóri Ásprents-Stíls (10%). Við sameiningu Burðaráss við Kaldbak á síðasta ári færðist 70% hlutur Kaldbaks hf. í Ásprenti-Stíl yfir til Burðaráss hf. og síðan hefur kjölfestuhlutur í félaginu verið í höndum Burðaráss. Ásprent-Stíll rekur fjölþætta starfsemi, m.a. eina af stærri prentsmiðjum landsins, en einnig hefur fyrirtækið með höndum auglýsingastofu, skiltagerð, verslun með skrifstofuvörur, auk útgáfustarfsemi. Hjá fyrirtækinu starfa um 40 manns, auk fjölda blaðburðarfólks. Áætluð velta félagsins á þessu ári er um 340 milljónir króna. “Þessi kaup eru til marks um að KEA telur miklvægt að tryggja eignarhald Ásprents-Stíls í því umróti sem verið hefur að undanförnu á prentmarkaði og um leið að styðja við áframhaldandi vöxt og uppbyggingu félagsins á Akureyri. Fyrirtækið hefur verið í ágætum rekstri og það er okkar trú að það séu sóknarfæri í þeirri starfsemi sem er innan vébanda félagsins.. Það er ekki ætlun KEA að eiga svo stóran kjölfestuhlut í fyrirtækinu til langframa, við sjáum það fyrir okkur fá fleiri fjárfesta að félaginu og skjóta þannig enn styrkari stoðum undir starfsemi félagsins og getu þess til að vaxa þegar til lengri tíma er litið,” segir Halldór Jóhannsson, fjárfestingarstjóri KEA..