Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhendir krökkum í Síðuskóla á Akureyri endurskinsmerki.
Núna á haustdögum gefur KEA börnum í yngstu bekkjardeildum grunnskóla á félagssvæðinu reglustrikur, strokleður, vasareiknivélar og endurskinsmerki. Þessa dagana er verið að senda gjafirnar út í skólana og í morgun færði Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, krökkum í öðrum bekk Síðuskóla að gjöfNúna á haustdögum gefur KEA börnum í yngstu bekkjardeildum grunnskóla á félagssvæðinu reglustrikur, strokleður, vasareiknivélar og endurskinsmerki. Þessa dagana er verið að senda gjafirnar út í skólana og í morgun færði Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, krökkum í öðrum bekk Síðuskóla að gjöf endurskinsmerki og vasareiknivélar. Krakkarnir tóku gjöfunum fagnandi og kennararnir höfðu á orði að reiknivélarnar kæmu sér sérlega vel, enda væru krakkarnir í öðrum bekk einmitt um þessar mundir að byrja að læra að nýta sér þetta hjálpartæki í stærðfræði.
Á síðastliðnu hausti gaf KEA krökkum í fyrsta bekk á félagssvæðinu endurskinsborða, sem mæltist mjög vel fyrir, og í haust var ákveðið að endurtaka leikinn og gera enn betur. Öllum nemendum í 1. bekk er boðið að þiggja að gjöf frá KEA strokleður, reglustrikur og endurskinsmerki og nemendum í 2. bekk standa til boða vasareiknivélar og endurskinsmerki.
Um er að ræða alla grunnskóla frá Siglufirði í vestri til Þórshafnar í austri.