30. júní, 2006
Stjórn KEA samþykkti á stjórnarfundi í gær að fjárfest yrði fyrir tuttugu milljónir króna í Orkuvörðum ehf með þeim fyrirvara að áætlanir varðandi heildarfjármögnun gangi eftir.Orkuvörður ehf er félag sem stofnað hefur verið um rekstur sjálfstætt starfandi Orkuháskóla á Akureyri þar sem áhersla er lögð á endurnýjanlega orkugjafa.
Undirbúningur orkuskóla á Akureyri hefur staðið frá árinu 2004 og hefur samhliða undirbúningi að uppbyggingu skólans hefur verið unnið að því að koma á alþjóðasamvinnu evrópskra háskóla sem hafi þetta svið orkumála að markmiði. Gert er ráð fyrir að fjármagn til rekstursins komi meðal annars frá þróunarsjóði EFTA enda fellur skóli á sviði endurnýjanlegra orkugjafa undir þrjú af fimm megináherslusvið Þróunarsjóðsins.
Stefnt er að því að í skólanum verði boðið upp á alþjóðlegt B.Sc. nám í orkufræðum sem og eins árs meistaranám og ef áætlanir um heildarfjármögnun gengur eftir má gera ráð fyrir að skólinn hefji starfssemi haustið 2007.